fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Níu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í flugvél – Eiginkonan grét þegar dómur var kveðinn upp

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. desember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prabhu Ramamoorthy, 35 ára indverskur ríkisborgari, var í vikunni dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á sessunauti sínum í flugvél Spirit Airlines-flugfélagsins í janúar síðastliðnum.

Vélin var á leið frá Las Vegas til Detroit þegar Prabhu fór með höndina ofan í buxur konu sem sat sofandi við hliðina á honum og strauk á henni kynfærin. Dómari sagði hegðun mannsins óverjandi en eiginkona hins dæmda sat hinum meginn við ganginn þegar brotið var framið. Hún grét þegar fangelsisdómurinn var kveðinn upp. Þegar afplánun lýkur verður honum vísað úr landi.

Prabhu var handtekinn við komuna til Detroit og í yfirheyrslum hjá fulltrúum FBI játaði hann brotið á sig. Þá sagðist hann hafa reynt að losa brjóstahaldara konunnar. Saksóknarar höfðu farið fram á ellefu ára fangelsisdóm en verjandi Prabhu fór fram á vægari dóm, meðal annars vegna þess að hann hefði orðið fyrir ofbeldi í fangelsi í Bandaríkjunum og ætti útskúfun yfir höfði sér í Indlandi.

Saksóknarar bentu á að Prabhu hefði ekki sýnt minnstu iðrun eftir að hann framdi brotið.

Í umfjöllun bandarískra fjölmiðla um málið segir að kynferðisleg áreitni og kynferðisbrot í flugvélum virðist vera vaxandi vandamál. Það mætti rekja til þeirrar staðreyndar að fleiri ferðast með flugi nú en áður, oft er auðvelt að verða sér úti um áfengi og þá er bent á að færri eru í áhöfnum flugvéla en oft áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?