fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 16. desember 2018 11:30

Fentanýl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim sem deyja í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og má að einhverju leyti rekja það til vaxandi vinsælda einnar ákveðinnar og stórhættulegrar tegundar.

Hér er um að ræða ópíóíðalyfið Fentanyl en nýbirtar tölur frá Bandaríkjunum sýna að 18.335 manns dóu árið 2016 eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfinu. Ekkert eitt fíkniefni dró fleiri einstaklinga til dauða það ár.

Þetta er í fyrsta sinn sem Fentanyl er á toppi þessa skelfilega lista en árin 2012 til 2015 var heróín það fíkniefni sem dró flesta til dauða í Bandaríkjunum. Oxycodone var á toppnum árið 2011.

Eins og að framan greinir hafa vinsældir lyfsins farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Lyfið er gríðarlega sterkt, margfalt sterkara en morfín og heróín og örlítill skammtur getur dregið fólk til dauða. Árið 2011 mátti rekja fjögur prósent dauðsfalla af völdum of stórs fíkniefnaskammts til Fentanyl en 29 prósent árið 2016.

Á listanum, sem nýlega var birtur, kemur fram að tæplega 16 þúsund manns létust af völdum ofneyslu heróíns og 11 þúsund af völdum kókaíns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?