fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Fær ekki að fara með dóttur sína í ungbarnasund vegna þess að íslamskar mæður vilja ekki karlmann nálægt sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. desember 2018 21:00

Skjáskot frá Focus.de

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertugur faðir að fær ekki lengur að fara með dóttur sína í ungbarnasund þar sem þremur mæðrum sem játa íslamska trú þótti óþægilegt að hafa hann í hópnum. Ekki þó vegna hegðunar hans heldur þótti þeim óviðeigandi að hafa fullorðinn karlmann nálægt sér við sundkennsluna.

Málið kom upp í hafnarborginni Bremen í norðanverðu Þýskalandi. Tim er fertugur að aldri, giftur og á tvö börn. Fjallað er um málið meðal annars í fréttamiðlunum Bild og Focus. Kemur þar fram að þar sem eiginkona Tims er bundin heima yfir yngra barni þeirra hjóna féll það í hans hlut að fara með eldra barnið, tveggja ára dóttur, í ungbarnasund.

Hann reyndist vera eini faðirinn í hópnum og í fyrstu var honum afar vel tekið. „Konunum fannst frábært að fá loksins karlmann í hópinn,“ segir Tim. En svo bárust kvartanir frá þremur múslimakonum. Stjórnandi sundhópsins sendi honum talskilaboð í tölvupósti þar sem þess var óskað að konan hans myndi mæta hér eftir. Það væru múslímakonur í hópnum og þeim fyndist óþægilegt að hafa karlmann í sundskýlu einni fata nálægt sér.

„Ég fékk að vita að nærveru minnar væri ekki óskað,“ segir Tim og er mjög sár yfir þessu.

Segjast vilja fleiri feður í hópa af þessu tagi

Talsmaður félagsmálayfirvalda í borginni kveðst einnig ósáttur við þetta og segir að gripið verði til aðgerða. David Lukaßen, heitir hann og segir: „Við viljum fleiri feður í foreldrahópana og að fleiri feður mæti í foreldratíma. Að sjálfsögðu eiga þeir að taka þátt í barnastarfi með íslömskum foreldrum. Það sem þarna átti sér stað er alls ekki í samræmi við okkar verklagsreglur.“

Í fréttaskýringu Focus.de á myndbandi kemur fram að málið sé ekki einstakt heldur dæmi um margendurtekna árekstra við heittrúaða múslima í hversdagslífi í Þýskalandi. Þýski lögfræðingurinn og feministinn Seyran Ates, sem er kúrdneskur Tyrki að uppruna, segir að slík öfl séu ekki að fara fram á umburðarlyndi heldur vilji breyta samfélaginu og lífsháttum Þjóðverja.

Sundbannið staðfest

Þess má geta að þrátt fyrir ofangreind ummæli frá talsmanni félagsmálayfirvalda hefur Bild fengið þær upplýsingar að félagsmálayfirvöld álíti að hópurinn hafi verið í fullum rétti að vísa Tim frá þar sem um væri að ræða samverustund mæðra sem sumar væru múslímar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt