fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 17. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Charlottu Turnerprofessor í efnafræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð, sé umhugað um nemendur sína. Ótrúleg saga um samskipti hennar og doktorsnemanda hennar hefur vakið talsverða athygli í Svíþjóð og það ekki að ástæðulausu.

Fyrir fjórum árum var Firas Jumaah, ungur Íraki, meðal nemenda hennar. Eins og flestir vita gerðu liðsmenn ISIS íbúum Íraks og nágrennis lífið leitt og um tíma stjórnuðu samtökin alræmdu heilu landsvæðunum í Írak og Sýrlandi. Firas rann blóð til skyldunnar þegar fjölskylda hans lenti í klóm samtakanna árið 2014 og hélt hann heim á leið til að aðstoða hana.

„Ef ég verð ekki kominn aftur eftir viku, þá skaltu skrá mig úr doktorsnáminu,“ sagði í skilaboðum sem Firas sendi Charlottu áður en hann hélt af stað. Fjölskylda hans var búsett í Jasídahéröðum Íraks en liðsmenn ISIS gengu berskersgang á þeim slóðum og hröktu fjölmarga íbúa frá heimilum sínum.

Þegar liðsmenn ISIS voru farnir að nálgast híbýli fjölskyldunnar í Sinjar-héraði ákvað fjölskyldan að flýja upp í fjöllin í nágrenninu. „Staðan var eiginlega vonlaus. Við vorum mjög örvæntingarfull,“ rifjar Firas upp í samtali við NBC NewsFiras lét Charlottu vita af stöðu mála og óhætt er að segja að hún hafi brugðist skjótt við.

Hún talaði við öryggisstjóra háskólans í Lundi sem hafði samband við fyrirtæki sem hafði einhverskonar málaliða á sínum snærum – einstaklinga sem bjuggu yfir reynslu og þekkingu til að koma fólki úr erfiðum aðstæðum. Nokkrum dögum síðar var Firas bjargað af fjórum vopnuðum mönnum á tveimur Land Cruiser-bifreiðum.

Þaðan var hann fluttur á Erbil-flugvöll ásamt eiginkonu og tveimur ungum börnum þaðan sem þau flugu til Svíþjóðar. Hann segir að í honum hafi togast á allskonar tilfinningar; hann hafi verið ánægður með björgunina og upplifað sig mikilvægan en á sama tíma hafi verið erfitt að skilja aðra fjölskyldumeðlimi eftir, móður og systur þar á meðal.

Það er skemmst frá því að segja að Firas kláraði doktorsprófið sitt og er nú kominn með vinnu hjá lyfjafyrirtæki í Malmö. Þá er þess sérstaklega getið að fjölskylda hans hafi lifað af og sé við góða heilsu. Björgunin kostaði 60 þúsund sænskar krónur sem Firas mun sjálfur greiða úr eigin vasa. Nú, fjórum árum síðar, er reikningurinn nánast greiddur að fullu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?