fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sjaldgæf innsýn í líf Michael Schumacher: Þetta vitum við, 5 árum eftir slysið

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 17. desember 2018 11:00

Michael Schumacher.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er ekki rúmfastur og þarf ekki að vera tengdur við rör og slöngur. Hann þarf þó á mjög umfangsmikilli umönnun og hjúkrun að halda og er kostnaðurinn við hana talinn nema nokkrum milljónum króna á viku.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein sem birtist á vef Mail Online um heilsu Michaels Schumacher. Þann 29. desember næstkomandi verða liðin fimm ár frá hörmulegu skíðaslysi sem varð í Meribel í Frönsku ölpunum um jólin 2013. Schumacher hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu og lá í dái í nokkra mánuði.

Lítið hefur spurst út um heilsu Schumachers eftir slysið og hefur fjölskyldan hans lítið sem ekkert tjáð sig um hana. Rökin eru þau að Schumacher hafi haldið einkalífi sínu út af fyrir sig. Skýr lína hafi verið dregin milli íþróttamannsins Schumacher og fjölskyldumannsins Schumacher.

Eins og flestum er kunnugt var Schumacher einn allra fremsti íþróttamaður heims á sínum tíma, heimsþekktur og virtur á sínu sviði. Hann var margfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og á enn þann dag í dag fjölmörg met sem hann setti á glæstum ferli sínum. Eðlilega hafa margir hugsað til hans með hlýju og viljað upplýsingar um líðan hans.

Schumacher verður fimmtugur þann 3. janúar næstkomandi og í umfjöllun Mail Online kemur fram að hann haldi til í stóru ættaróðali fjölskyldunnar við Genfarvatn í Sviss. Orðrómur hefur verið á kreiki um að hann hafi verið fluttur í hús sem eiginkona hans, Corinna, keypti á Mallorca fyrir skemmstu. Þá hefur verið orðrómur um að Schumacher hafi farið til Bandaríkjanna þar sem margir af færustu heilaskurðlæknum heims eru með aðstöðu. Það virðist ekki eiga við rök að styðjast.

Í greininni segir að bati Schumachers frá slysinu hafi verið hægur en líðan hans sé stöðug.

Á dögunum sagði Dr. Georg Ganswein, fyrrverandi ritari Benedikts páfa, frá heimsókn sinni til Schumachers árið 2016. Þar sagðist hann hafa kynnt sig, sagt Schumacher að hann væri aðdáandi hans og tekið í hönd hans. „Hendur hans voru hlýjar,“ sagði hann og bætti við að snerting segi stundum meira en orðin sem koma af vörum okkar.

Óvíst er hvað tekur við hjá Schumacher en þýska blaðið Bravo hefur greint frá því að til standi að flytja Schumacher til Dallas þar sem mjög færir sérfræðingar í höfuðmeiðslum starfa. Mark Weeks, framkvæmdastjóri lækningastöðvarinnar í Dallas, segir að sérfræðingarnir þar hafi mikla reynslu af því að vinna með sjúklingum eins og Schumacher. „Það er líklega engin læknastofa í Evrópu sem tekur að sér jafn mörg tilvik og við.“

Schumacher, sem var þekktur fyrir jákvæðni á ferli sínum í Formúlu 1, mun halda áfram að berjast, svo mikið er víst. Eða eins og hann sagði sjálfur í viðtali árið 2007: „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að maður eigi aldrei að gefast upp, maður eigi að berjast áfram jafnvel þó líkurnar á að maður hafi betur séu sáralitlar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug