fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Tveir ráðherrar eyddu 13 milljónum í að innrétta skrifstofur sínar – Bruðl eða nauðsyn?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 05:58

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hafa tveir ráðherrar í dönsku ríkisstjórninni eytt sem svarar til um 13 milljóna íslenskra króna í að innrétta skrifstofur sínar. Ráðherrunum þykir ekkert athugavert við þetta en margir eru annarrar skoðunar og telja að hér sé einfaldlega um bruðl að ræða.

Það eru fjármálaráðherrann, Kristian Jensen, og Sophie Løhde, ráðherra nýsköpunarmála, sem hafa látið taka skrifstofur sínar svona hressilega í gegn. Þau eru bæði í Venstre. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu en það fékk yfirlit yfir kostnaðinn afhentan á grunni upplýsingalaga.

Fjármálaráðuneytið segir að nauðsynlegt hafi verið að taka skrifstofu ráðherrans í gegn þar sem engar stórar endurbætur hafi verið gerðar á henni frá 1982. Þá hafi þurft að útbúa alveg nýja skrifstofu fyrir Sophie Løhde sem er fyrst ráðherra nýsköpunarmála.

Jafnaðarmönnum og Danska þjóðarflokknum, sem ver ríkisstjórnina vantrausti og tryggir setu hennar sem minnihlutastjórnar, finnst óskiljanlegt að svona miklum fjármunum hafi verið eytt í skrifstofurnar.

Meðal þess sem var keypt voru ný sjónvörp og teppi, stólar og gardínur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland