fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Daniel lést á bráðamóttökunni – Enginn sinnti honum þrátt fyrir ítrekaðar bjölluhringingar hans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 08:00

Daniel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Daniel Nicolai Guldberg, 43 ára, lá á bráðamóttöku háskólasjúkrahússins í Haukeland í Noregi þann 15. október hringdi hann bjöllunni margoft til að fá aðstoð starfsfólks en enginn kom. Þegar loksins var litið til hans var hann látinn og hafði legið í eina og hálfa klukkustund án þess að fá aðstoð eða að litið væri inn til hans. Samkvæmt vinnureglum á hjúkrunarfræðingur að líta inn til sjúklinga á hálfrar klukkustundar fresti. Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsinu höfðu 134 sinnum á árinu gert stjórn sjúkrahússins viðvart um að álagið væri of mikið og að undirmannað væri.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Hans Fredrik Iversen, trúnaðarmanni hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu, að það sé bara hægt að teygja ákveðið langt á peysu áður en hún slitnar og það hafi kannski verið það sem gerðist í þessu tilfelli, hjúkrunarfræðingarnir hafi ekki komist yfir meira. Iversen hefur starfað á bráðamóttökunni í þrjú og hálft ár og segir að undirmönnum hafi verið stórt vandamál á þessum tíma og hafi farið versnandi undanfarin tvö ár.

Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar hafa varað stjórnendur sjúkrahússins við undirmönnum undanfarin tvö ár án þess að gripið hafi verið til ráðstafana. Það eru því stjórnendur sjúkrahússins en ekki starfsfólkið sem er gagnrýnt í skýrslu fylkislæknisins, sem er æðsta yfirvald heilbrigðismála í fylkinu, um andlát Daniel og hann mælir með að lögreglurannsókn verði hafin á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump