fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Skrúfaði niður bílrúðuna til að hjálpa betlara en hefði betur látið það ógert

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Keith og Jacquelyn Smith voru á ferðinni í Baltimore í Bandaríkjunum á laugardagsmorgun ásamt dóttur sinni. Þremenningarnir höfðu verið í afmæli og voru á leið heim til sín þegar Keith stöðvaði bifreið sína á rauðu ljósi.

Fyrir utan bílinn stóð ung kona, sem virtist halda á nýfæddu barni, með skilti með skilaboðum þess efnis að hún ætti ekki pening til að fæða barn sitt. Jacquelyn skrúfaði niður bílrúðuna til að gefa ungu konunni pening en í þann mund kom karlmaður aðvífandi sem reyndi að hrifsa veskið úr höndum Jacquelyn.

Til átaka kom í kjölfarið sem endaði með því að maðurinn stakk Jacquelyn í kviðinn. Árásarmaðurinn og konan sem Jacquelyn hugðist hjálpa hlupu svo á brott. Keith ók rakleitt á sjúkrahús en það var of seint. Jacquelyn var úrskurðuð látin fljótlega eftir komuna þangað.

Lögregla leitar enn að fólkinu sem grunað er um voðaverkið.

Jacquelyn var 54 ára og lætur hún eftir sig tvo syni og stjúpdóttur sem var með þeim hjónum í bílnum þegar atvikið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu