fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Týndu trúlofunarhringnum – Þá kom lögreglan og netverjar til bjargar

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er iðulega ein eftirminnilegasta stund hvers ástarsambands þegar annar aðilinn biður hinn um hönd sína í hjónabandi. Tilvik þeirra Daniellu og John er hins vegar eitthvað sem þau og vinir þeirra munu seint getað gleymt. Parið, sem er frá Bretlandi, var á ferðalagi í New York borg og voru stödd á hinu fræga Times Square þegar John fór niður á eitt hné til að biðja Daniellu um að giftast sér. Það heppnaðist ekki betur en svo að hringurinn datt niður grind á gangstéttinni. Þau reyndi lengi að ná honum en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Lögreglan í New York, NYPD, sá þau á upptökum og tókst lögregluþjónum að finna hringinn, en þá voru John og Daniella löngu farin. NYPD brá þá á það ráð að auglýsa eftir parinu á Twitter og fundu þau með hjálp 25 þúsund netverja. John og Daniella ætluðu ekki að trúa því þegar lögreglan sagðist hafa fundið hringinn þeirra:

„Við erum í sjöunda himni, við trúum þessu ekki,“ sagði John í samtali við breska fjölmiðla vegna málsins.

„Við vorum alveg eyðilögð. Ég grét og grét. Þetta var versta augnablik ævi minnar,“ sagði Daniella.

NYPD setti á Twitter: „Takk Twitter! Case Closed! Ástarkveðjur John og Daniella, NYPD.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk