fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Dularfullt hvarf fimm barna móður: Fór að sofa að kvöldi 9. október – „Eitthvað hræðilegt hefur gerst“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna tvo mánuði hefur fyrsta verkefni Neil James þegar hann vaknar á morgnana verið að kíkja á símann og athuga hvort einhver hafi haft samband við hann í tengslum við mál sem hefur verið honum hugleikið að undanförnu.

Unnusta hans, Sara Wellgreen, fimm barna dáð móðir, hvarf sporlaust þann 9. október síðastliðinn.

Skilaboðunum ekki svarað

Þetta örlagaríka kvöld var Sara stödd á heimili sínu í New Ash Green í Kent á Englandi en Neil var staddur á heimili sínu í um 90 mínútna akstursfjarlægð. Sara var skilin að borði og sæng við eiginmann sinn, leigubílstjórann Ben Lacomba, en þau áttu saman þrjú börn.

Sara og Neil voru í símasambandi umrætt kvöld og klukkan 21:24 ræddu þau síðast saman. Sara sagði Neil að hún væri komin upp í rúm og ætlaði að fara að sofa – ekkert stæði til þetta kvöld. Þau kvöddust en morguninn eftir þegar Neil sendi henni textaskilaboð var þeim ekki svarað. Síðar þann sama dag reyndi Neil að hringja en Sara svaraði ekki – sama hvað hann reyndi. Hann fékk óþægilega tilfinningu um að ekki væri allt með felldu og fékkst grunur hans staðfestur þegar synir Söru, 21 og 22 ára, höfðu hvorki séð hana né heyrt í henni.

Tvö þúsund klukkustundir af myndbandsupptökum

Neil og Sara kynntust með aðstoð stefnumótaforrits síðla árs 2016 en þá var Sara þegar skilin við eiginmann sinn, þó enn átti eftir að ganga formlega frá skilnaðinum. Hún bjó enn undir sama þaki og Ben en aldrei lék vafi á að Neil ætti hjarta hennar og höfðu þau rætt um að ganga í hjónaband þegar skilnaðurinn væri endanlega genginn í gegn. Þá var Sara að fara byrja í nýju og spennandi starfi sem hún hlakkaði mikið til að byrja í.

Þann 11. október síðastliðinn hóf lögreglan rannsókn á málinu og síðan þá hefur hún reynt ýmislegt til að leysa þetta dularfulla mál. Hún hefur farið í gegnum tvö þúsund klukkustundir af upptökum úr öryggismyndavélum í nágrenninu, yfirheyrt nokkurn fjölda fólks og rætt við hugsanleg vitni. En hvað varð um Söru þetta örlagaríka kvöld virðist vera hulin ráðgáta.

Efast um að hann sjái hana aftur

Neil grunar að einhver hafi drepið Söru og óttast hann að hann muni ekki sjá hana aftur. „Ég efast um að ég muni sjá hana aftur lifandi. Ekki eftir allar þessar vikur,“ segir Neil í viðtali við Mail Online. Sjálfur er Neil fráskilinn tveggja barna faðir. Dóttir hans, þriggja ára, var hjá honum kvöldið sem Sara hvarf og segir hann að hvarfið hafi fengið mikið á hana. Hún spyrji mikið um Söru sem var í uppáhaldi hjá henni.

Neil kveðst stíga fram í viðtalinu við Mail Online í þeirri von að einhver gefi sig fram sem hugsanlega getur varpað ljósi á málið. „Hún hefði aldrei yfirgefið börn sín sjálfviljug. Hún dúði þau. Það hefur eitthvað hræðilegt gerst og það er skelfilegt að vita ekki hvað gerðist.“

Frá hvarfinu hafa tugir, ef ekki hundruð, sjálfboðaliða leitað í nágrenni við heimili hennar en ekkert fundið. Kafarar hafa farið ofan í ár og vötn í nágrenninu en ekkert fundið.

Eðli málsins samkvæmt hafa augu lögreglu beinst að fyrrverandi eiginmanni Söru, Ben Lacomba. Hann var handtekinn skömmu eftir hvarf hennar en sleppt lausum gegn tryggingu nokkrum dögum síðar. Lögregla rannsakar nú hvort hann hafi átt þátt í hvarfinu en hefur lítið annað en grunsemdir í höndunum að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi