fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Norður-Kórea hótar að hætta við leiðtogafundinn með Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 04:49

Kim Jong-un stýrir með harðri hendi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta að hætta við leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ef Bandaríkin halda áfram að krefjast þess einhliða að Norður-Kórea afsali sér kjarnorkuvopnum sínum. Leiðtogafundurinn á að fara fram þann 12. júní en nú virðist vera komið ákveðið bakslag í málin.

Í yfirlýsingu frá varautanríkisráðherra Norður-Kóreu sakar hann Bandaríkin um gáleysislegar yfirlýsingar og að vera með dólgslegar fyrirætlanir. Yfirlýsinging var birt í dag af ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.

Ráðherrann beindi orðum sínum að John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur sagt að hugsanlega geti Norður-Kórea fylgt sömu leið og Líbía gerði hvað varðar kjarnorkuafvopnun. Margir sérfræðingar segja að þetta fari mjög illa í stjórnvöld í Norður-Kóreu enda viti þau vel hvernig fór fyrir Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbíu.

Bandaríkjamenn vinna enn að undirbúningi leiðtogafundarins sem á að fara fram í Singapore.

Nú er hins vegar komið nýtt hljóð í Norður-Kóreumenn eftir mjög jákvæðar vikur í samskiptum þeirra við umheiminn. Kim Jong-un fundaði nýlega með forseta Suður-Kóreu og var ekki annað að sjá en friðarvilji og jákvæðni réði för. Fyrirhugað var að embættismenn Kóreuríkjanna funduðu í dag en í gær aflýstu norðanmenn fundinum vegna yfirstandandi heræfinga sunnanmanna og Bandaríkjanna en þær hófust á föstudaginn. Norðanmenn segja æfingarnar vera beina ógnun við sig enda sé verið að æfa árás á Norður-Kóreu.

Þá lýsti Kim Jong-un því yfir nýlega að norðanmenn vilji gjarnan stuðla að því að Kóreuskaginn verði kjarnorkuvopnalaus og að þau hyggist loka kjarnorkutilraunastöð sinni síðar í mánuðinum. Erlendum fréttamönnum hefur verið boðið að vera viðstaddir þegar hún verður eyðilögð síðar í mánuðinum.

Í yfirlýsingu frá Kim Jong-un, sem ríkisfréttastofan KCNA, birti í dag segir að ef Bandaríkin haldi áfram að hrekja Norður-Kóreu út í horn og krefjast þess að landið afsali sér kjarnorkuvopnum sínum þá sé enginn áhugi fyrir hendi á viðræðum við Bandaríkin og íhuga verði hvort leiðtogafundurinn í júní fari fram. BBC segir að einnig komi fram í yfirlýsingunni að það sé mjög óheppilegt að Bandaríkin ögri Norður-Kóreu í aðdraganda leiðtogafundarins með fáránlegum yfirlýsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?