fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Stórt öskuský lokar fyrir flugumferð yfir Hawaii – Búast við stóru eldgosi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 04:12

Kilauea í ham. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðvörunarstig á Hawaii hefur verið hækkað úr gulum kóða upp í rauðan kóða vegna aukinnar virkni í Kilauea eldfjallinu á Big Island. Öskuský náði allt að 3.600 metra hæð í gær og lokað fyrir flugumferð. Íbúar hafa verið varaðir við eiturgufum og hugsanlegum öndunarörðugleikum vegna þeirra og eru hvattir til að sýna ítrustu aðgætni.

Ný sprunga opnaðist í gær og nú eru sprungurnar orðnar 20 sem hraunið vellur upp af. Rauður kóði er hæsta aðvörunarstigið sem bandaríska jarðfræðistofnunin USGS notar en samkvæmt frétt Business Insider þýðir það að ”stórt eldgos er yfirvofandi, hafið eða að von sé á hættum á landi og í lofti samhliða gosi”.

40 byggingar hafa orðið hraunstraumi að bráð hingað til. Jarðvísindamenn segja að líklega muni fleiri sprungur opnast á næstunni og vara við enn öflugra og umfangsmeira gosi. Kilauea eldfjallið hefur gosið nánast samfellt síðan 1983 en gosið hefur verið rólegt megnið af tímanum en virðist nú vera að færast í aukana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug