fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Tveir ungir drengir hneyksluðu á fótboltaleik – Með hakakross og nasistakveðjur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 20:30

Drengirnir sem um ræðir. Mynd:Twitter/Michael Colborne

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir drengir, sem eru taldir vera um 10 ára, hneyksluðu áhorfendur á úrslitaleik Levski Sofia og Slavia PFC í búlgörsku bikarkeppninni í knattspyrnu nýlega. Drengirnir mættu á þjóðarleikvang Búlgaríu berir að ofan. Á maga annars var búið að mála hakakross en á maga hins var búið að mála slagorð ofbeldisfullra áhangenda Levski Sofia. Drengirnir stóðu síðan fyrir framan stóran hóp stuðningsmanna Levski Sofia og heilsuðu að nasistasið.

Sofiaglobe skýrir frá þessu auk nokkurra annarra fjölmiðla. Rasismi og nasistaáróður er útbreitt vandamál meðal stuðningsmanna Levski Sofia. En nú þykir áróðurinn hafa náð nýjum hæðum eða kannski frekar lægðum þegar byrjað er að láta börn breiða út boðskapinn.

Búlgörsk samtök, sem berjast fyrir verndun barna, ætla nú að reyna að bera kennsl á drengina. Ef í ljós kemur að þeir hafi komið á völlinn með fullorðnum mega foreldrar þeirra eiga von á sekt þar sem leikurinn var að kvöldi til og börn yngri en 14 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum eftir klukkan 20.

Stefka Ilieva, starfsmaður samtakanna, segir að nasistakveðjurnar veki einnig áhyggjur. Ef upplýsingar fáist um hverjir drengirnir eru og hvar þeir eiga heima verði félagsmálayfirvöldum afhentar þær upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Í gær

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Í gær

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tunglið fær sitt eigið tímabelti

Tunglið fær sitt eigið tímabelti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku