fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Kynlífsfræðingur opnar vændishús ætlað konum í Kaupmannahöfn – „Íslenska sagan“ meðal vændiskarlanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 07:13

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru mjög flottir menn sem ég er búinn að ná í. Þeir eru búnir að vera í þjálfunarbúðum og hlakka mikið til að fara upp á sviðið.“

Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir kynlífsfræðingnum Jakob Olrik um þá fjóra karla sem verða boðnir upp á laugardaginn þegar Olrik opnar nýtt vændishús fyrir konur. Opnunin tengist opnun nýrrar heimasíðu hans þar sem fjallað er um ást og kynlíf en markhópur síðunnar er konur.

„Ég vil gjarnan fagna nýju síðunni minni og það var því nærtækt að nota tækifærið til að kanna hvort konur hafi áhuga á að bjóða í karla. Nákvæmlega eins og karlar hafa tileinkað sér konur árþúsundum saman. Ég vil gjarnan fagna konum og gefa þeim svolítið sem þær vilja.“

Hann segist nú þegar sjá áhuga á þessu og segir að margar konur hafi sett sig í samband við hann til að komast á gestalistann.

Hann hefur aðeins skipulagt eitt svona kvöld en segir að ef áhuginn og þátttakan verður góð muni hann örugglega halda áfram.

Í Danmörku er ólöglegt að þéna á vændi annarra. Olrik ætlar ekki að stinga hagnaðinum af uppboðinu í vasann heldur rennur hann óskiptur til styrktar konum sem hafa þurft að þola ofbeldi.

Hann sagði að ef karlmaður vilji selja líkama sinn og kona vilji kaupa þá sjái hann ekkert athugavert við það. Þetta sé eðlilegur hlutur og í sjálfu sér ekkert öðruvísi en að fara á strippklúbb. Hann lagði áherslu á að hann sé algjörlega mótfallinn þeim hræðilegu aðstæðum sem oft tengjast vændi, til dæmis mansali og öðrum afbrotum. Hann sagðist ekki telja að vændi sé í sjálfu sér vandamál enda sé það til staðar í öllum samböndum fólks.

„Það er jú venjan að karlinn borgi reikninginn og það er líka hægt að tala um vændi þegar fallegar konur giftast mjög ríkum mönnum vegna peninganna þeirra. Við eigum ekki að fordæma þær en þetta er líka tegund vændis.“

Sagði hann og bætti við:

„Ég er hvorki fylgjandi né andvígur vændi. Ég er bara með og á móti því hvernig fólk kemur fram við annað fólk.“

Fjórir karlar verða boðnir upp á laugardaginn á barnum At Dolores. Olrik kallar einn þeirra „íslensku söguna“ (islandske saga) og segir að hann sé mjög myndarlegur og sterk víkingatýpa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu