fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Myndin af sundlauginni var ekki alveg í samræmi við raunveruleikann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. maí 2018 22:00

Nýja myndin á vefsíðu booking.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur aldrei verið auðveldara að skipuleggja eigin ferðalög en nú enda er hægt að afla sér nærri allra nauðsynlegra upplýsinga á netinu. Nánast hvert hótelherbergi er auglýst á einhverri bókunarsíðu. Þar birta hótelin fallegar myndir af hótelinu, aðbúnaði og umhverfinu. En stundum fara menn aðeins framúr sjálfum sér og „fegra“ myndirnar aðeins of mikið.

Þetta fékk hin breska Jenny Kershaw að reyna á eigin skinni nýlega. Hún var á ferðalagi í Víetnam og hafði bókað herbergi á Mari Gold Hotel og Apartment í Da Nang í gegnum bókunarsíðuna booking.com.

Nýlega birti hún mynd á Twitter með yfirskriftinni: Booking.com og raunveruleikinn. Þar bar hún saman myndina af sundlaug hótelsins, sem var birt á vef booking.com, og hvernig sundlaugin leit út fyrir henni þegar hún var mætt á staðinn.

Það er töluverður munur á „sundlauginni“ á myndunum.

Tugir þúsunda notenda hafa séð færslu hennar og margir hafa skemmt sér vel yfir henni eða öllu heldur myndunum.

 

Starfsfólk booking.com hefur einnig séð færsluna og sett sig í samband við Kerchaw og beðið hana að senda kvörtun til þeirra. Í samtali við The Sun sagði hún að hún ætli ekki að senda kvörtun til booking.com, henni hafi einfaldlega fundist þetta fyndið.

Myndin sem var á vef booking.com er nú horfin þaðan og í staðinn er komin ný mynd af sundlauginni sem er nú nefnd heitur pottur í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“