fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fór út að skokka og fann barn grafið í moldinni – tuttugu árum síðar gerðist kraftaverkið

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 18. maí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn getur verið grimmur eins og hann getur verið fallegur. Því hafa Azita Milanian og Matthew Whitaker bæði fengið að kynnast.

Óhugnanleg sjón

Fyrir tuttugu árum var Azita úti að skokka í Altadena í Kaliforníu með tvo hunda sína þegar annar hundurinn byrjaði að gramsa í jarðveginum skammt frá. Azitu varð litið til hliðar og þá mætti henni óhugnanleg sjón. Tveir agnarsmáir fætur stóðu upp úr moldinni og varð Azitu strax ljóst að þarna væri lítið barn grafið.

Azita hófst strax handa við að grafa barnið upp og þegar það tókst kannaði hún lífsmörk barnsins sem reyndist vera lítill drengur. Ljóst var að hann var á milli heims og helju. Búið var að vefja litla drenginn í teppi og var naflastrengurinn enn fastur á honum. Azita hreinsaði moldina frá andliti hans og grátbað hann um að deyja ekki. „Hann greip í höndina á mér og hætti að gráta um leið.“

Líkamshitinn 26,6 gráður

Azita hafði strax samband við neyðarlínuna og var drengurinn fluttur á sjúkrahús. Líkamshiti hans var kominn niður í 26,6 gráður. Sem betur fer – og kannski þótt ótrúlegt megi virðast – komst Matthew litli til heilsu eftir nokkurra vikna dvöl á sjúkrahúsi.

Azita íhugaði að ættleiða litla snáðann en hugsaði með sér að þar sem hún hefði verið í fréttum vegna málsins væri hætta á að blóðforeldrar hans myndu reyna að hafa upp á honum aftur. Svo fór að Whitaker var að ættleiddur til góðrar fjölskyldu.

Undanfarin tuttugu ár hefur Azita oft velt fyrir sér hvað varð um litla snáðann sem hún bjargaði þennan örlagaríka dag árið 1998. Hún reyndi oft að hafa upp á honum en án árangurs. Eftir að hann var ættleiddur fékk hún þau skilaboð frá félagsmálayfirvöldum að hún gæti ekki fengið upplýsingar um nýju fjölskylduna. Azita var nánast búin að gefa upp alla von um að finna drenginn. En kraftaverkin gerast enn.

Gæti ekki beðið um neitt meira

Ekki alls fyrir löngu heyrði starfsmaður þáttar, On Air with Ryan Seacrest, sögu Whitakers. Hann ákvað að reyna að sameina Azitu og Whitaker og það tókst að lokum, tuttugu árum síðar. Azita og Whitaker hittust á dögunum og er óhætt að segja að þar hafi orðið miklir fagnaðarfundir. Tárin streymdu niður kinnar Azitu þegar hún sá Whitaker, stóran og mikinn mann sem var svo lítill síðast þegar hún sá hann.

Í þættinum heimsóttu Azita og Whitaker staðinn sem Whitaker fannst á. „Þetta hefði getað verið gröfin mín,“ segir Whitaker meðal annars í þættinum.

Whitaker var sautján ára þegar hann fékk að vita að hann væri ættleiddur. Það var svo á síðasta ári að hann fékk að heyra alla söguna um hvað gerðist þegar hann fæddist. „Ég er hér í dag, ég hef átt gott líf og var ættleiddur til frábærrar fjölskyldu. Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða