fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Atvinnulausir bankaræningjar neyðast til að leita á ný mið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. maí 2018 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tækniþróunin er ör og hefur áhrif á mörg svið samfélagsins, þar á meðal banka. Þetta hefur orðið til þess að í Svíþjóð hafa bankaræningjar orðið að leita á ný mið þar sem þróunin hefur verið sú að frá 2011 eru 60 prósent allra banka hættir að vera með reiðufé. Reiðufé er aðeins notað í tveimur prósentum allra viðskipta í Svíþjóð svo það segir sig sjálft að lítið er af seðlum í umferð.

Það er því ekki eftir miklu að slægjast hjá bönkum þegar kemur að reiðufé og þess sjást merki í fjölda bankarána. Á síðasta ári voru þau fimm í öllu landinu. 2008 voru þau 110. The Times skýrir frá þessu.

Sænska lögreglan segir að þetta hafi orðið til þess að bankaræningjar hafi leitað á ný mið. Þeir sem búa í norðurhluta landsins veðja nú á viðskipti með innlend dýr og gróður, það er að segja sjaldgæf dýr og plöntur. Í suðurhluta landsins hafa bankaræningjar snúið sér að viðskiptum með skriðdýr og sjaldgæf dýr frá útlöndum.

„Þýfið er oft selt á „svarta netinu“ í gegnum „Tor vafra“. Þar geta seljendur fengið allt að eina milljón sænskra króna fyrir sjaldgæfa uglutegund frá norðurhluta Svíþjóðar.

Það dregur örugglega heldur ekki úr áhuga „fyrrum bankaræningja“ á að stunda „viðskipti“ sem þessi að refsingin fyrir svona afbrot er mun vægari en fyrir bankarán. Hámarksrefsingin fyrir viðskipti með dýr í útrýmingarhættu er fjögurra ára fangelsi en fyrir bankarán er hámarksrefsingin mun meiri.

Skipulögð glæpasamtök og grjótharðir og reynslumiklir afbrotamenn sækja einnig til Svíþjóðar til að stunda afbrot sem þessi og önnur enda vita þeir vel hvar er hægt að afla peninga og ekki skemmir fyrir að þeirra mati þegar refsingar eru vægar miðað við margt annað.

En það eru ekki bara dýr og plöntur sem afbrotamennirnir hafa áhuga á í peningalausum samfélögum því rafmagnstannburstar, tyggjó, túrtappar og sólarsellur eru eitthvað sem þeir vilja gjarnan koma höndum yfir í miklu magni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“