fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Fékk sekt fyrir að aka á 696 km/klst á þýskum fjölskyldubíl

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. maí 2018 21:00

Sektarboðið umrædda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið óþægilegt og oft óvænt þegar flass hraðamyndavélar skellur á ökumönnum. Margir hafa því reynt fyrir sér með margskonar aðferðir til að losna við að lenda á þessum dýru ljósmyndum, húfur, grímur, engar númeraplötur nú eða það sem virkar langbest: Að aka ekki hraðar en leyfilegt er.

Miðað við reikninginn sem belgískur ökumaður fékk nýlega þá hafði hann gert tilraun með nýja aðferð til að losna við að lenda á mynd. Hann var á ferð nærri landamærunum við Frakkland og þar ók hann svo hratt að hraðamyndavél náði ekki að festa hann né Opel Astra bíl hans á filmu.

Í sektarboðinu kom fram að hann hefði ekið á 696 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. Fyrir þetta fékk hann sekt upp á sem nemur um 900.000 íslenskum krónum.

Þetta kemur fram í innleggi á Facebooksíðunni Perles Rares de Belgique.

Ekki kemur fram hvernig vél er í Astra bíl mannsins en öflugasti bíll þessarar tegundar nær 235 km/klst. Eigandinn hefði því eiginlega þurft að setja þotuhreyfil í bílinn til að koma honum í tæplega 700 km/klst.

Það þarf ekki að undra að maðurinn kvartaði yfir sektinni og yfirvöld játuðu að um mistök væri að ræða. En maðurinn hafði ekið of hratt eða á 60 km/klst þar sem má aka á 50 km/klst. Hann fékk sekt fyrir það en hún var öllu lægri eða sem nemur tæplega 5.000 íslenskum krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum