fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Sögulega lág glæpatíðni í Þýskalandi á síðasta ári – Útlendingar fyrirferðarmiklir í tölfræðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. maí 2018 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru bæði góðar og slæmar fréttir af glæpatíðninni í Þýskalandi á síðasta ári. Góðu fréttirnar eru þær að tilkynnt afbrot hafa ekki verið færri síðan 1992. Slæmu fréttirnar eru að útlendingar eru fyrirferðarmiklir í tölfræðinni og mun fleiri en þeir ættu hlutfallslega að vera. En það eru einnig góðar fréttir af útlendingum því tölurnar sýna að hinn mikli flóttamannastraumur sem skall á Þýskalandi 2015 hefur ekki skilað sér í fjölgun afbrota eins og margir óttuðust.

5,8 milljón afbrot voru skráð hjá lögreglunni á síðasta ári. Þetta er 5 prósenta fækkun frá 2016. Fækkun á við á flestum sviðum, allt frá töskuþjófnuðum til grófra rána og ofbeldisverka. Hvað varðar nauðganir og önnur kynferðisbrot er staðan önnur því þar fjölgaði skráningum úr 7.919 árið 2016 í 11.282 á síðasta ári. Lögreglan bendir þó á að ekki sé hægt að bera árin saman því lög um kynferðisbrot hafi verið hert á milli ára og viðmiðin því önnur.

Af þeim sem voru kærðir fyrir lögbrot voru 34,8 prósent útlendingar. Þetta er töluverð fækkun frá 2016 en þá voru útlendingar 40,8 prósent þeirra sem voru kærðir. Það eru því góð tíðindi að útlendingum hefur fækkað en þeir eru þó enn alltof margir miðað við hlutfall þeirra af íbúum landsins. Útlendingar eru 12 prósent íbúa Þýskalands og því eru þeir enn miklu fyrirferðarmeiri í tölfræðinni en þeir ættu að vera.

Útlendingar voru 41 prósent þeirra sem voru handteknir vegna þjófnaðarmála, 37 prósent grunaðra í nauðgunarmálum og grófum ofbeldismálum, 42 prósent af grunuðum morðingjum og 26 prósent handtekinna í fíkniefnamálum.

Ef litið er framhjá tölum um kynferðisbrot, sem eru ekki samanburðarhæfar á milli ára vegna lagabreytinga, sést að flóttamannastraumurinn 2015 varð ekki til þess að glæpum fjölgaði.

Lögreglunni tókst að upplýsa 58 prósent þeirra brotamála sem komu inn á hennar borð. En þessi ágæti árangur lögreglunnar og fækkun glæpa hefur ekki orðið til þess að landsmönnum finnist þeir öruggari. Kannanir sýna að þeim finnist þvert á móti sem glæpum fari fjölgandi. Þetta er skýrt með að myndir af glæpum og slysum eru oft birtar á samfélagsmiðlum og ýti því oft undir tilfinningar fólks og hugmyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?