fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Ók út af og hljóp frá lögreglunni á nýársnótt 2015 – Síðan hefur enginn séð hann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. maí 2018 06:57

Fredrik Johannessen Lie. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu dögum fyrir 19 ára afmælisdaginn sinn fagnaði Fredrik Johannessen Lie áramótunum eins og margir aðrir. Um miðnætti faðmaði hann foreldra sína og fór síðan út að skemmta sér með vinum sínum. Þetta var í síðasta sinn sem þau sáu hann. Sex klukkustundum eftir nýársfaðmlagið ók Fredrik bíl sínum út af vegi. Vinur hans ók öðrum bíl og var rétt fyrir aftan hann. Þeir reyndu að draga bíl Fredrik upp á veginn á nýjan leik. Nágrannar sáu hvað var í gangi og létu lögregluna vita. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hljóp Fredrik niður brekku og inn í lítinn skóg við sjóinn. Það var myrkur, mjög hvasst og rigning. Lögreglumaðurinn sem elti hann var ekki með vasaljós og varð að lokum að gefast upp á að elta Fredrik.

Skömmu síðar komu fleiri lögreglumenn á vettvang með sporhunda. Þeir fundu lykt af manneskju við skjólgarð. Þar með týndist slóðin eftir Fredrik og síðan hefur enginn séð hann né heyrt.

Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði endaði í sjónum en grunnt er við skjólgarðinn þar sem hann hvarf líklega.

Níu dögum síðar fannst skór í sjónum, hinum megin við fjörðinn. Tveimur árum síðar fannst annar skór í 15 km fjarlægð við Askøy. Talið er að þetta séu skór Fredrik en ekkert DNA fannst í þeim.

Hver braust inn í bílskúrinn?

Nokkrum klukkustundum eftir að Fredrik hvarf og leit að honum stóð yfir uppgötvaði Karl Martin Lie, faðir Fredrik, að brotist hafði verið inn í bílskúr Fredrik. Enginn hefur játað það innbrot á sig og það veldur óvissu hjá foreldrum Fredrik. Þau velta fyrir sér hvort það hafi verið Fredrik sjálfur sem hafi brotist inn í bílskúrinn eftir að hann stakk af frá lögreglunni. Ef svo var, þá leitaði lögreglan á röngum stað að honum.

Í samtali við TV2 sagði Karl Martin að hann vonist til að einhver gefi sig fram með upplýsingar um málið. Þetta snúist ekki um að ná einhverjum fyrir innbrotið. Þetta snúist einfaldlega um að þau hjónin geti fengið frið og vissu um örlög Fredrik.

Annað atriði sem foreldrarnir velta fyrir sér er hvar græna dúnúlpan hans Fredrik er. Hann var í grænni dúnúlpu frá Doite þegar hann fór að heiman um miðnætti. Hann var enn í úlpunni þegar hann fór úr samkvæmi nokkrum klukkustundum síðar. Hann var enn í jakkanum þegar hann og nokkrir vinir hans fóru í bílskúrinn hans en síðan óku Fredrik og vinur hans af stað frá skúrnum.

En þegar Fredrik hljóp frá lögreglunni um klukkan sex var hann ekki í úlpunni og hún hefur aldrei fundist.

Þriðja atriðið sem veldur foreldrunum heilabrotum er að í skýrslum lögreglunnar kemur ekki fram hvort bílarnir hafi verið læstir þegar lögreglan kom á vettvang. Lögreglumennirnir, sem voru á vettvangi, eru ekki vissir um hvort svo var.

Móðir Fredrik, Elin Johannessen Lie, sagði í samtali við TV2 að báðir bílarnir hafi verið læstir þegar hún kom að þeim um þremur klukkstundum eftir útafaksturinn.

Fredrik átti báða bílana. Vinur hans, sem ók öðrum bílnum, stakk einnig af frá lögreglunni en gaf sig síðar fram. Hann segist ekki hafa læst bílunum. Lie-hjónin telja að vinirnir hafi ekki getað náð að læsa bílunum áður en þeir hlupu á brott frá lögreglumönnunum.

Ekkert hefur spurst til Fredrik síðan þessa örlagaríku nótt og foreldrar hans lifa enn í óvissu um afdrif hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“