fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ólæknandi leðurblökuveira vekur áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. maí 2018 18:00

Ávaxtaleðurblaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti þrír hafa látist að undanförnu af völdum banvænnar veiru á Indlandi. Veiran veldur því að heilinn bólgnar, fólk fær hita, uppköst og krampa. Veiran berst yfirleitt með leðurblökum. Ekkert bóluefni er til gegn henni.

Veiran nefnist Nipah og berst aðallega með ávaxtaleðurblökum. Dánartíðnin er um 75 prósent. Veiran getur einnig borist úr svínum og á milli manna.

Sky segir að þrír hið minnsta hafi látist af völdum veirunnar í Kerala. Fólkið var allt úr sömu fjölskyldunni.

Talið er að átta til viðbótar hafi látist af völdum veirunnar, þar á meðal nunna sem annaðist sjúklinga. Þetta hefur þó ekki enn verið staðfest.

Indverskir fjölmiðlar hafa eftir nágrönnum hinna látnu að fólkið hafi borðað ávexti af plantekru þar sem þau voru að byggja sér hús.

Eina meðferðin við Nipah veirunni er að fylgjast vel með sjúklingunum og reyna að láta þeim líða eins vel og hægt er.

Nipah veiran greindist fyrst í Malasíu 1998 og barst þaðan til Singapore þar sem rúmlega 100 manns létust af völdum hennar. 50 manns létust af völdum veirunnar á Indlandi 2001 og 2007.

Í Bangladesh létust rúmlega 100 mann af völdum veirunnar 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?