fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Svíar búa sig undir hið versta – Dreifa bæklingi um viðbrögð við stríði og hörmungum í öll hús

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. maí 2018 06:23

Forsíða ensku útgáfu bæklingsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar ætla að vera við öllu búnir ef til stríðs eða annarra hörmunga kemur og dreifa á næstu dögum bæklingi með góðum ráðum um viðbrögð við slíkum hörmungum í öll hús í landinu. Það eru 4,8 milljónir bæklinga sem verður dreift í hús en bæklingurinn var búinn til af sænsku almannavörnunum að beiðni ríkisstjórnarinnar. Hann ber yfirskriftina „Ef stríð eða aðrar hörmungar bresta á“.

Bæklingurinn var kynntur í gær og þá sagði Dan Elliasson, forstjóri almannavarna, að Svíþjóð sé öruggara en mörg önnur lönd en ákveðnar ógnir steðji að landinu. Hann nefndi þar til sögunnar loftslagsbreytingar, óvissu í öryggismálum og hversu háðir Svíar eru internetinu. Hann sagði að það væri mikilvægt að Svíar gætu bjargað sér sjálfir í nokkra daga þar til kerfin verða komin í fullan gang að nýju.

Í bæklingnum eru Svíar hvattir til að undirbúa sig undir stríð og aðrar hörmungar með því að gera ráðstafanir varðandi mat, vatn, hita og fjarskiptabúnað. Auk þess eru upplýsingar um neyðarmerki, almannavarnarsírenur og staðsetningu neðanjarðarbyrgja.

Í upphafi bæklingsins segir að markmiðið með honum sé að undirbúa Svía undir ýmislegt, allt frá alvarlegum slysum, öfgafullu veðri og tölvuárása til hernaðarátaka.

Bæklingurinn er 20 blaðsíður og inniheldur upplýsingar um sænsk varnarkerfi og góð ráð um hvernig er hægt að þekkja falskar fréttir.

Bæklingur á við þennan var sendur til þjóðarinnar 1943 og 1961 var endurskoðaðri útgáfu hans dreift.

Nú er sem sagt alveg ný útgáfa að fara í dreifingu en Svíar hafa áhyggjur af hernaðarbrölti og ögrunum af hálfu Rússa.

Hér geta áhugasamir kynnt sér bæklinginn betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt