fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Inga-Maria var myrt á hrottalegan hátt árið 1988 – Nú hafa tveir verið handteknir

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 20:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn hafa verið handteknir vegna gruns um morðið á þýskum bakpokaferðalang árið 1988. Fórnarlambið, Inga-Maria Hauser, fannst látin á Norður-Írlandi eða skömmu eftir að hún kom til landsins með ferju frá Skotlandi.

Morðið vakti mikinn óhug á sínum tíma en þegar lík hennar fannst í Ballypatrick-skóginum í norðausturhluta Norður-Írlands hafði hennar verið saknað í fjórtán daga.

Umfangsmikil rannsókn lögreglu á sínum tíma skilaði lögreglu litlu. Nýlega komu þó fram nýjar upplýsingar í málinu sem urðu til þess að tveir karlmenn, 58 ára og 61 árs, voru handteknir í Antrim-sýslu í Norður-Írlandi. Handtökurnar fóru fram á mánudag og hafa yfirheyrslur yfir mönnunum staðið yfir.

Morðið á Ingu-Maríu hefur verið eitt umtalaðasta óleysta sakamál Norður-Írlands og þegar 30 ár voru liðin frá morðinu í apríl síðastliðnum biðlaði lögregla til fólks að gefa sig fram ef það hefði einhverjar upplýsingar um málið. Það virðist hafa skilað tilætluðum árangri eins og að framan greinir.

Tekið er fram í frétt Belfast Telegraph að mennirnir hafi ekki verið ákærðir en þeir eru þó grunaðir um aðild að dauða stúlkunnar sem var 18 þegar hún var myrt. Standa vonir til að DNA-rannsókn muni skera úr um sekt eða sakleysi mannanna.

Inga-Maria var frá þýsku borginni Munchen en áður en hún kom til Norður-Írlands hafði hún ferðast um England og Skotland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu