fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Lögfræðingurinn sem setti internetið á hliðina stígur loks fram – „Ég er ekki rasisti“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Schlossberg, lögfræðingur í New York sem náðist á myndband úthúða starfsfólki veitingastaðar, hefur loks stigið fram og beðist afsökunar á hegðun sinni.

Starfsfólkið – og raunar einnig einhverjir kúnnar sem urðu fyrir svívirðingunum á umræddum veitingastað – hafði það eitt sér til saka unnið, ef svo má segja, að tala saman á spænsku en ekki ensku. Það fór virkilega í taugarnar á Schlossberg.

Í myndbandinu sést Aaron henda því fram að líklega sé um að ræða ólöglega innflytjendur, næsta skref fyrir hann sé að hringja í útlendingaeftirlitið og láta „henda fólkinu úr landinu mínu“ eins og hann orðar það.

„Ef þetta fólk hefur nógu mikinn kjark til að koma hingað og lifa á peningunum mínum – ég borga heilbrigðisþjónustuna fyrir þetta fólk – þá er það minnsta sem það getur gert að tala ensku,“ segir hann.

Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Fresh Kitchen á Manhattan og hafa að minnsta kosti sjö milljónir manna horft á myndbandið af manninum. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, sá ástæðu til að tjá sig um myndbandið og sagði hann að fjölbreytileiki væri einn af styrkleikum New York-borgar.  „Þær 8,6 milljónir manna sem kalla New York sína heimaborg tala meira en 200 tungumál – þetta eru allt New York-búar og þeir eru allir velkomnir hér.“

Nú, nokkrum dögum eftir að myndbandið leit dagsins ljós, hefur Aaron loks stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. Það gerði hann á Twitter þar sem hann sagði að myndbandið af honum hefði fengið hann til að opna augun.

„Það hvernig ég tjáði mig er óásættanlegt og þetta er ekki manneskjan sem ég er. Ég sé að orð mín og gjörðir særðu fólk og á því biðst ég velvirðingar,“ sagði hann í færslunni en tók sérstaklega fram að hann væri ekki rasisti. Ein af ástæðunum fyrir því að hann flutti til New York hafi verið fjölbreytileikinn sem hann kveðst fagna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar