fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Móðir sakfelld fyrir að blekkja 17 ára dóttur sína til að giftast

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 05:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Birmingham á Englandi hefur sakfellt móður á fimmtugsaldri fyrir að hafa neytt 17 ára dóttur sína til að giftast manni sem er 16 ára eldri en dóttirin. Þegar dóttirin var 13 ára varð hún ólétt eftir manninn en fór þá í fóstureyðingu.

Sky skýrir frá þessu og segir að þetta sé í fyrsta sinn sem sakfellt sé í máli sem þessu í Englandi. Fram kemur að móðirin hafi blekkt dóttur sína til að koma með í ferðalag til Pakistan 2016 undir því yfirskini að um fjölskyldufrí væri að ræða.

Skömmu eftir að þær komu til Pakistan var stúlkunni sagt að hún myndi giftast manninum innan nokkurra daga. Þegar hún sá ljósmynd af honum áttaði hún sig á að þetta var maður sem hún hafði verið kynnt fyrir í Pakistan þegar hún var 13 ára. Þá varð hún barnshafandi eftir samfarir við manninn en fór í fóstureyðingu þegar hún kom heim til Englands.

Í máli saksóknara kom fram að móðirin hefði sagt að þungunin hefði ekki verið mikið mál, hún hefði verið afleiðing „af ástarfundi tveggja unglinga sem stunduðu kynlíf“.

Stúlkan var grátandi neydd til að giftast manninum. Móðir hennar sagði henni að hún hefði ekkert val, hér væri um „menningarlegt mál“ að ræða.

Móðirin hótaði einnig að brenna vegabréf stúlkunnar svo hún kæmist ekki heim til Englands. Stúlkan gat gert vinum sínum í Englandi viðvart og þeir gerðu yfirvöldum viðvart.

Fyrir rétti sagði móðirin að dóttir hennar væri ekki gift.

Dómstóllinn sakfelldi hana fyrir að hafa blekkt dóttur sína til að ferðast til Pakistan til að neyða hana til að giftast þar. Hún var einnig sakfelld fyrir meinsæri. Refsing hennar verður ákveðin í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“