fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Íranski byltingarvörðurinn hefur í hótunum við Bandaríkin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. maí 2018 04:09

Samningahópurinn sem gerði upphaflega samninginn um kjarnorkumál Íran. Mynd; Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranskur almenningur mun sjá til þess að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fái gott kjaftshögg segir einn af æðstu yfirmönnum íranska byltingarvarðarins. Þessi ummæli féllu í kjölfar tilkynningar Pompeo nýlega um að Bandaríkin muni nú taka upp hörðustu refsiaðgerðir sögunnar gegn Íran. Pompeo sagði að Íran muni ganga í gegnum erfiða tíma og að öllum aðgerðum þeirra verði mætt af mikilli staðfestu Bandaríkjanna.

Ismail Kowsari, næstæðsti yfirmaður byltingarvarðarins, sagði í kjölfarið að Íranir muni standa saman gegn þessu og svara með góðu kjaftshöggi á Pompeo og aðra sem styðja Bandaríkin.

Pompeo sagði að kjarnorkusamningurinn við Íran hafi verið stór mistök sem stefni friði í Miðausturlöndum í hættu. Frá því að skrifað var undir samninginn 2015 hafi Íranir valsað í gegnum Miðausturlönd og það hafi haft neikvæð áhrif. Hann sagði að Bandaríkin muni grípa til harðra refsiaðgerða og að Íranir verði að uppfylla 12 kröfur Bandaríkjanna til að sleppa við þessar refsiaðgerðir. Meðal þess er að Íranir dragi sig frá Sýrlandi og Jemen, hætti að auðga úran, sleppi bandarískum gíslum sem gíslum bandamanna Bandaríkjanna, hætti þróun kjarnorkueldflauga og viðurkenni hvert markmiðið með upphaflegu kjarnorkuáætlun Írans var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða