fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Spáir hjónaböndum fólks og vélmenna fyrir 2045

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 25. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðandi framleiðandi vélmenna spáir því að það sé ekki langt þangað til fólk vill fá að ganga í hjónabönd með vélmennum. Þetta kemur fram í framtíðarspá Davids Hanson, skapara vélmennisins Sophiu.

Fólk er þegar byrjað að stunda kynlíf með vélmennum. Í ritgerðinni Entering The Age Of Living Intelligent Systems and Android Society, sem Hanson skrifaði í samstarfi við PlayStation leikjaframleiðandann. PlayStation er að þróa nýjan leik, Detroit: Become Human, sem snýst um vélmenni sem er að læra að taka þátt í heimi mannfólks. Hanson segir það ekki langt þangað til vélmenni verði eiginlegar persónur og muni geta gert allt sem við getum gert fyrir árið 2035.

Spáir hann því að vélmenni muni krefjast réttinda og fólk muni slást í lið með þeim, þó verði þetta erfið barátta þar sem margir munu líta niður á vélmenni þrátt fyrir að vélmennið sé jafnvel gáfaðra en það sjálft. Hanson spáir því að stjórnvöld víða um heim muni leggja bönn við þroska vélmenna en það muni ekki bera árangur til lengdar.

„Fólk og fyrirtæki munu krefjast þess að fá sífellt gáfaðri og þroskaðri vélmenni sem mun vera drifkrafturinn að baki þróun sífellt flóknari og betri gervigreindar. Við munum svo koma á þann stað að þau krefjast þess að fá að lifa frjáls.“

Hér má sjá myndbandið af Sophiu, vélmenninu sem Hansen hannaði 2016:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“