fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fjölónæmar bakteríur dreifa sér með skólpi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. maí 2018 10:00

Til eru holdétandi bakteríur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sagt að fjölónæmar bakteríur sé eins mesta ógnin sem steðjar að mannkyninu. Fjölónæmar bakteríur eru afleiðing ofnotkunar á sýklalyfjum. Danskir vísindamenn hafa nú skrifið eitt skref í átt að frekari skilningi á hvernig bakteríurnar þróa ónæmi gegn sýklalyfjum og hvernig þær dreifast. Þessi vitneskja getur gagnast í baráttunni gegn þessari ógn sem fjölónæmar bakteríur eru.

Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla og danska Tækniháskólann hafa rannsakað bakteríur í skólpi frá sjúkrahúsum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að fjölónæmar bakteríur berast með skólpinu og að fjölónæmi hjá baketeríum þróist í skólpkerfinu. Einnig komust þeir að því að bakteríur geta flutt gen sín yfir til annarra baktería í miklu meiri mæli en áður var vitað.

Það er þó  engin þörf á að örvænta vegna þess því bakteríur hafa alltaf getað flutt gen sín yfir í aðrar bakteríur. Ljósi punkturinn er að sögn vísindamannanna að nú sé þetta vitað og þá sé hægt að gera eitthvað við þessu.

Þegar bakteríur skiptast á genum þýðir það í stuttu máli að þær geta skipst á hæfileikum. Það er einmitt þetta sem gerir þeim kleift að verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Dagblaðið Information skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar