fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Foreldrar myrtra skólabarna hafa fengið nóg – Lögsækja mesta samsæriskenningasmið Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. maí 2018 15:00

Sandy Hook grunnskólinn. Mynd:Voice of America

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Jones, sem stendur á bak við vefsíðuna Infowars, hefur verið iðinn við að dreifa samsæriskenningum. Hann hefur meðal annars haldið því fram að fjölskyldur fórnarlamba í verstu fjöldamorðun í skólum í Bandaríkjunum séu leikarar sem frá greitt fyrir að taka þátt í sviðsettum atburðum. Allt er þetta að hans sögn hluti af samsæri stjórnvalda.

En nú er foreldrum barnungra fórnarlamba fjöldamorðs í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown í Connecticut nóg boðið. Sex foreldrapör og einn liðsmaður alríkislögreglunnar FBI hafa nú stefnt Jones fyrir meiðyrði. Þau stefna honum fyrir að hafa árum saman dreift lygum um að fjöldamorðið í skólanum hafi aldrei átt sér stað. Það var 2012 sem 26 manns, þar af 20 börn á aldrinum 6 og 7 ára, voru skotin til bana í skólanum.

Jones hefur haldið því fram að stjórnvöld hafi sett þetta allt á svið til að fá ástæðu til að herða vopnalöggjöfina og leggja hald á skotvopn Bandaríkjamanna. Hann segir að foreldrarnir séu leikarar, börnin hafi ekki dáið og viðtöl CNN við fjölskyldur fórnarlambanna hafi verið fölsuð.

Lögsóknin er ekki bara tilkomin vegna þess að foreldrarnir eru þreyttir og sárir yfir að vera beðnir um að sanna að börn þeirra séu dáin. Í útvarpsþætti sínum hefur Jones hvatt hlustendur sína til að fara sjálfir á vettvang og rannsaka málið. Þetta hefur haft í för með sér að ókunnugt fólk hefur veist að foreldrunum á götu úti og við leiði þeirra.

Að öllu jöfnu myndi áhuginn á samsæriskenningum sem þessari fjara út með tímanum en í kjölfar þess að Donald Trump, þáverandi forsetaframbjóðandi, mætti í viðtal hjá Jones og hrósaði honum fór allt á flug á nýjan leik.

Foreldrarnir hafa nú fengið nóg og mun lögsóknin skera úr um hversu langt tjáningarfrelsið nær í Bandaríkjunum. Foreldrarnir telja að að það sé ekki ótakmarkað fyrir mann sem ljúgi vísvitandi til að græða peninga og sé vel meðvitaður um að hann sé að ljúga.

Dómstólar hafa ekki enn ákveðið hvort málið verði tekið fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“