fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Mini-N64 og PlayStation væntanlegar

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 26. maí 2018 13:30

Skjáskot úr leikjunum vinsælu Mario Kart 64 og Crash Bandicoot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðar fréttir fyrir þá sem vilja endurlifa tíunda áratug síðustu aldar en Nintendo 64 leikjatölvan er væntanlegt aftur á markað í smækkaðri mynd, Sony er einnig að vinna í endurgerð á upprunalegu PlayStation leikjatölvunni. Æði fyrir tíunda áratugnum er í fullum gangi, til marks um það eru tvær útvarpsstöðvar hér á landi sem sérhæfa sig í að spila tónlist frá tíunda áratugnum, FlassBakk og FMX klassík. Æðið er alþjóðlegt og seldust upp á mettíma endurgerðir af fyrstu leikjatölvum Nintendo. Tölvurnar sem voru opinberlega framleiddar ef Nintendo er með innbyggðum leikjum og því gátu margir ekki fundið sinn uppáhaldsleik. Hafa margir brugðið á það ráð að opna tölvuna og nota ráð af netinu til að koma sínum leik í vélina.

Vefsíðan Japanese Nintendo, sem fylgist með tölvurisanum, tók eftir því að fyrirtækið er búið að endurskrá einkaleyfi sitt á N64 tölvunni og nokkrum leikjum, þar á meðal Star Fox, F-Zero, Pikmin, Yoshi’s island, Sin & Punishment, The Legendary Starfy, Nintendogs og Link’s Crossbow Training. Nintendo hefur ekkert sagt um fyrirætlanir sínar en allt bendir til að mini-útgáfa af N64 sé væntanleg. Það gæti þó orðið einhver bið í tölvuna þar sem leikurinn Goldeneye 007 er í eigu Microsoft og eins og þeir sem spiluðu N64 grimmt á sínum tíma þá tekur það því varla að gefa hana út nema Goldeneye sé með.

Það tekur því varla að gefa út N64 nema Goldeneye sé með. Og 4 fjarstýringar að sjálfsögðu.

John Kodera, yfirmaður PlayStation-mála hjá Sony, viðurkenndi í samtali við vefsíðuna Comic Book að verið sé að vinna í mini-útgáfu af upprunalegu gráu PlayStation leikjatölvunni. Leikir úr PS1 eru þegar til sölu á PlayStation Store til að spila í PlayStation 4 en Sony hefur gert lítið til að auglýsa það. Sagði Kodera að verið sé að vinna í að taka saman hugsanlega leiki, en líkt og hjá Nintendo eru margir af vinsælustu leikjunum í eigu þriðja aðila sem þarf að semja sérstaklega við til að hafa þá með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?