fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Norðurlöndin ætla að taka upp samstarf við innheimtu námslána

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. maí 2018 11:30

Svíar vilja meiri samvinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherrar Norðurlandanna funduðu á þriðjudaginn í Svíþjóð og ræddu þar mörg málefni. Meðal þess sem var rætt er innheimta námslána en þau mál hvíla þungt á Dönum. Forsætisráðherrarnir samþykktu að gera samning þannig að hægt verði að innheimta námslán norrænna námsmanna sem eru fluttir frá landinu þar sem þeir voru í námi og fengu námslán.

Danska námslána- og styrktarkerfið þykir mörgum vera það besta á Norðurlöndunum en samkvæmt því fá námsmenn ákveðna upphæð í styrk frá hinu opinbera í hverjum mánuði og geta síðan fengið meira fé með því að taka námslán, svokallað SU-lán, til viðbótar. Danmörk er vinsælt land til að stunda nám í og styrkjum og lánum til útlendinga hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum.

Það setur þó svartan blett á þetta að margir námsmenn flytja til heimalandsins að námi loknu og greiða síðan ekki námslánið til baka. Þetta hefur að vonum farið illa í Dani sem telja sig vera að greiða með námi útlendinga með þessu.

Það hefur reynst erfitt og þungt í vöfum að innheimta þessi lán ef lántakendurnir eru ekki reiðubúnir til að greiða þau af fúsum og frjálsum vilja og nú hafa Danir fengið hinar Norðurlandaþjóðirnar í lið með sér til að auðvelda innheimtuna.

Jótlandspósturinn hefur eftir Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að hann sé mjög ánægður með að norrænu forsætisráðherrarnir hafi handsalað ákvörðun um að gerður verði samningur sem hjálpar Norðurlöndunum við að innheimta útistandandi námslán þvert á landamæri.

Erlendir námsmenn skulda danska ríkinu nú 155 milljónir danskra króna í námslán. Þar af skulda útlendingar, sem ekki búa lengur í Danmörku, 80 milljónir og hækkaði sú upphæð um 20 milljónir á síðustu tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?