fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Vilja ráða börn innflytjenda til starfa hjá bresku leyniþjónustunni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. maí 2018 16:30

Höfuðstöðvar MI6 í Lundúnum. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni hefur breska leyniþjónustan MI6 birt sjónvarpsauglýsingar til að reyna að laða fólk til starfa. Leyniþjónustan vill gjarnan ráða börn innflytjenda til starfa en það er í fyrsta sinn sem sú staða er uppi.

Alex Younger, yfirmaður MI6, segir að hann vonist til að fólk sem hafi aldrei látið sér detta í hug að það gæti starfað hjá leyniþjónustunni íhugi að sækja um. Hann segir starfið vera spennandi, mikilvægt og reyna á vitsmuni fólks.

Í auglýsingunni er boðskapurinn að kvikmyndirnar um James Bond séu fjarri raunveruleikanum hvað varðar störf leyniþjónustumanna.

MI6 þarf að ráða 800 nýja starfsmenn fram til 2021.

Meðal reynslumestu starfsmanna MI6 eru engir svartir, engir af asískum uppruna eða úr öðrum minnihlutahópum. Sem sagt aðeins hvítt fólk.

Af reynsluminni starfsmönnum MI6 eru aðeins sjö prósent úr minnihlutahópum.

Auk þess að sækjast eftir fólki úr minnihlutahópum innflytjenda vill MI6 gjarnan fjölga konum hjá stofnuninni.

Fram að þessu hefur sú krafa verið gerð til umsækjenda að báðir foreldrar þeirra séu fæddir í Bretlandi. Nú hefur þessari kröfu verið breytt og því er sóst eftir börnum innflytjenda til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður