fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hælisleitenda hneykslið í Þýskalandi vindur upp á sig – Nú þarf að fara ofan í kjölinn á 18.000 hælisumsóknum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. maí 2018 22:00

Flóttamenn sofa á gólfi lestarstöðvar. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að ekki fór allt fram eftir bókinni í Bremen þegar kom að því að afgreiða umsóknir flóttamanna um hæli í Þýskalandi. En enn er ekki alveg ljóst hvað var í gangi í borginni en yfirmaður hjá innflytjendayfirvöldum í borginni liggur undir grun um spillingu og svik í tengslum við umsóknirnar. Þrír lögmenn og einn túlkur liggja einnig undir grun um að hafa tekið þátt í öllu saman.

Að minnsta kosti 1.200 hælisumsóknir frá 2013 til 2016 tengjast málinu. Der Spiegel hefur eftir einum umsækjendanna að hann hafi greitt lögmanni 1.000 evrur í reiðufé fyrir að fá hæli. Það hafi innflytjendayfirvöld í Bremen veitt honum nokkrum mánuðum síðar.

Nýlega sagði forstjóri innflytjendayfirvalda í Þýskalandi að innri rannsókn hafi leitt í ljós að skoða þurfi 4.568 mál betur en grunuðu lögmennirnir tengjast þeim öllum. 1.500 af málunum eru frá Bremen. Í um 40 prósent af málunum frá Bremen höfðu vinnureglur verið svo þverbrotnar að væntanlega verða hælisveitingarnar dregnar til baka. Þetta hefur leitt til þess að nú á að fara yfir allar þær 18.000 hælisveitingar sem innflytjendayfirvöld í Bremen hafa veitt frá 2000.

Horst Seehofer, innanríkisráðherra, hefur gert það ljóst að málið muni hafa afleiðingar. Í gær tilkynnti ráðuneytið að innflytjendayfirvöld í Bremen hafi verið svipt leyfi til að taka ákvarðanir um hælisumsóknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt