fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Slasaðist svo illa að hann fékk aðstoð við að deyja – Fyrrverandi kærastan dæmd í 12 ára fangelsi

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 27. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berlinah Wallace, 48 ára kona í Bristol á Englandi, hefur verið dæmd í minnst tólf ára fangelsi fyrir fólskulega árás á kærasta sinn haustið 2015. Árásin var hrottafengin en hún hellti sýru yfir hinn 29 ára gamla Mark van Dongen.

Forsaga málsins er sú að í september 2015 reiddist Berlinah mjög þegar hún komst að því að Mark, kærasti hennar til fimm ára, hefði haldið framhjá henni. Þegar upp komst um framhjáhaldið sagðist Mark sjá eftir gjörðum sínum og tjáði hann Berlinuh að hann ætlaði að hætta að hitta hjákonu sína.

Það gerði hann þó ekki og þegar hann sagðist vilja binda endi á samband hans og Berlinuh varð fjandinn laus. Nótt eina í september árið 2015 helti Berlinah brennisteinssýru yfir Mark þegar hann lá sofandi í rúmi sínu. Um var að ræða talsvert magn en sýran er mjög ætandi og slasaðist Mark lífshættulega í árásinni.

Svo virðist vera sem árásin hafi verið skipulögð enda keypti Berlinah sýruna, sem var 98 prósent að styrkleika, skömmu áður en hún lét til skarar skríða. „Ef ég fæ þig ekki, fær engin þig,“ er hún sögð hafa sagt þegar hún hellti sýrunni yfir hann.

Mark tókst að flýja yfir til nágranna sinna þar sem hann honum tókst að segja í grófum dráttum frá því sem gerðist. Hann var síðan fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús og haldið sofandi í fjóra mánuði eftir árásina. Hann blindaðist á öðru auga, lamaðist fyrir neðan háls og þá þurfti að fjarlægja vinstri fótlegg hans fyrir neðan hné.

Þar sem líf Marks, sem var verkfræðimenntaður, tók gríðarlegum breytingum þetta örlagaríka kvöld ákvað hann að leita til Belgíu þar sem líknardráp eru lögleg. Hann var talinn falla undir öll skilyrði sem til þurfti og þann 2. janúar 2017 lést Mark á sjúkrahúsi í Belgíu.

Berlinah var sakfelld fyrir aðild að dauða Marks og þarf hún að afplána minnst tólf ár í fangelsi. Hún var þó sýknuð af ákæru um morð. „Markmið þitt var að brenna, afmynda og gera hann ófæran um að lifa eðlilegu lífi – allt í þeim tilgangi að hann gæti ekki orðið aðlaðandi í augum neinnar konu. Þetta er hrein og klár mannvonska,“ sagði dómarinn í málinu þegar dómur var kveðinn upp í Bristol í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?