fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Donald Trump og Kim Jong-un funda í Singapore – Skrifa saman undir skjal að fundi loknum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 04:48

Leiðtogarnir heilsast í upphafi fundar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 1 að íslenskum tíma hófst leiðtogafundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapore. Leiðtogarnir hittust þá og heilsuðust með handabandi og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Að fréttamannafundi loknum og myndatökum gengu leiðtogarnir afsíðist ásamt túlkum sínum til að ræðast við í einrúmi.

Áður en þeir gengu til fundarins sagði Trump að hann væri þess fullviss að samband hans við einræðisherrann verði „stórkostlegt“. Kim Jong-un brosti þegar þeir ræddu við fréttamenn og sagði að það hefði ekki verið „auðveld leið“ að koma fundinum á. Hann sagði að fortíðin væri eins og hlekkir um fætur þeirra, gamlir fordómar og venjur hafi staðið í vegi en það hafi tekist að sigra allar þessar hindranir og nú væru leiðtogarnir komnir til Singapore til viðræðna.

Eftir að hafa ræðst við tveir, þó með aðstoð túlka, í 41 mínútu hófust frekari viðræður þar sem stjórnarerindrekar og aðrir fulltrúar frá báðum ríkjum taka þátt. Trump sagði að tveggja manna fundur hans og einræðisherrans hafi verið „mjög, mjög góður“ og að „samband þeirri væri frábært“.

Trump sagði að nú verði viðræður ríkjanna að snúast um að „leysa stórt vandamál“.

Að öðru leyti hafa ekki borist miklar fréttir af viðræðunum.

Uppfært klukkan 05.00

Leiðtogarnir komu út úr fundarsalnum og fengu sér göngutúr saman. Trump sagði að á eftir muni þeir skrifa undir skjal saman en sagði ekki hvað þeir ætla að skrifa undir. Hann sagði að fundurinn hefði gengið betur en nokkur hefði átt von á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi