fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Danska lögreglan kom í veg fyrir morð á andstæðingum tyrkneskra stjórnvalda – Slóðin liggur til tyrkneskra stjórnvalda

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 04:40

Danskir lögreglumenn að störfum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 2017 bönkuðu tveir óeinkennisklæddir menn upp á hjá manni sem lögreglan taldi að ætti að myrða á næstu dögum. Maðurinn tilheyrir hinni svokölluðu Gülen-hreyfingu í Danmörku en tyrknesk stjórnvöld, undir forystu Erdogan forseta, halda því fram að hreyfingin hafi staðið á bak við misheppnaða valdaránstilraun í Tyrklandi 2016. Aðrir halda því hins vegar fram að Erdogan og stuðningsmenn hans hafi sviðsett valdaránstilraunina til að geta aukið völd Erdogan.

Óeinkennisklæddu lögreglumennirnir voru frá dönsku leyniþjónustunni PET. Þeir sögðu manninum að það ætti að myrða hann og fleiri sem tilheyra Gülen-hreyfingunni í Danmörku. Maðurinn er tyrkneskur að uppruna en hefur búið í Danmörku um árabil.

„Þeir sögðust hafa upplýsingar um að það ætti að myrða mig um næstu helgi og að þeir yrðu að flytja mig á öruggan stað. Ég hélt fyrst að þetta væri grín en þeir sögðu að þetta væri alltof alvarlegt mál til að grínast með.“

Hefur Danska ríkisútvarpið, DR, eftir manninum sem er aðeins nefndur Mehmet í umfjöllun DR um málið. Hann og fjölskylda hans fengu nokkrar mínútur til að taka það allra nauðsynlegasta og fara með lögreglumönnunum. Hann fékk ekki að vita hver ætlaði að myrða hann, aðeins að slóðin lægi til Tyrklands og um pólitískt morð yrði að ræða. Glæpagengi, sem er nátengt valdamiklum tyrkneskum stjórnmálamönnum, hafði verið falið þetta verkefni.

Danska og Sænska ríkisútvarpið hafa unnið að rannsókn málsins í tæplega 18 mánuði.

PET og dönsk stjórnvöld hafa haldið þessu máli mjög leyndu því upplýsingar um það hefðu getað valdið diplómatískum deilum á milli ríkjanna en það kæmi sér mjög illa fyrir PET sem er mjög háð góðri samvinnu við Tyrkland. Einn mikilvægasti þáttur þeirrar samvinnu er að koma í veg fyrir að danskir ríkisborgarar, sem tengjast hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið, geti ferðast til og frá Sýrlandi í gegnum Tyrkland. SVT segir að dönsk stjórnvöld hafi því farið leynt með málið og unnið að því að koma í veg fyrir deilur á milli ríkjanna sem bæði eru aðilar að NATO.

Í kjölfar hinnar misheppnuðu valdaránstilraunar hafa tyrknesk stjórnvöld farið mikinn gegn andstæðingum Erdogan og rúmlega 100.000 manns hafa misst störf sín eða verið fangelsaðir vegna gruns um að þeir styðji Gülen-hreyfinguna.

Eftir að hafa verið rúmlega 10 daga í felum var Mehmet sagt að hættan væri liðin hjá og hann gæti farið aftur heim. Hann fékk ekki að vita hvað hafði gerst en þær hótanir sem hann fékk á samfélagsmiðlum urðu skyndilega mildari og færri en áður.

DR segir að tveir til viðbótar, hið minnsta, hafi fengið vernd PET þar sem talið var að myrða ætti þá vegna tengsla þeirra við Gülen-hreyfinguna.

PET, danska dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið vildu ekki tjá sig um málið. Það sama á við um tyrkneska sendiráðið í Danmörku.

DR segir að leyniþjónustur í Sviss og Þýskalandi hafi einnig komið í veg fyrir morð á Kúrdum og stuðningsfólki Gülen-hreyfingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump