fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Dönsk yfirvöld í klemmu – Ekki hægt að vísa dæmdum hryðjuverkamanni úr landi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 12:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ahmad Khaldhahi var einn af höfuðpaurunum í hryðjuverkahóp frá Vollsmose í Óðinsvéum. Hann var dæmdur í 12 ára fangelsi 2008 og til brottvísunar frá Danmörku fyrir fullt og allt að afplánun lokinni. Dóminn hlaut hann fyrir það sem þáverandi dómsmálaráðherra, Lene Espersen, sagði vera „eitt það alvarlegasta sem gerst hefur í Danmörku“.

Khaldhahi er frá Írak en flóttamannanefndin hefur metið það sem svo að ekki sé hægt að senda hann þangað því þar eigi hann von á að verða pyntaður, hljóta dauðadóm og/eða hljóta ómannúðlega meðferð eða refsingu. Því er ekki hægt að senda hann heim eða til annars lands sem gæti tekið upp á að senda hann til Írak.

Danir verða því að hafa hann áfram þrátt fyrir að hafa lítinn sem engan áhuga á því enda vandséð að Khaldhahi gagnist þjóðinni eitthvað. Hann mun því verða áfram í Danmörku nema hann kjósi sjálfur að yfirgefa landið. Hann verður að dvelja í Udrejsecenter Kærshovedgård nærri Ikast en þar dvelur fólk sem hefur verið vísað úr landi með dómi en ekki er hægt að senda úr landi af einhverjum orsökum. Íbúarnir geta komið og farið að vild en verða að öllu jöfnu að vera þar á nóttinni.

Stjórnmálamenn hafa skiptar skoðanir á málinu. Talsmaður ríkisstjórnarflokks Venstre sagði í samtali við TV2 að það sé slæmt að ekki sé hægt að koma Khaldhahi úr landi en hann vænti þess að lögreglan og leyniþjónustan fylgist vel með honum. Talsmaður jafnaðarmanna tók í sama streng og sagði að langbest væri ef Khaldhahi kæmi sér sjálfur úr landi, hann eigi ekki heima í Danmörku.

Khaldhahi var mjög reiður út í birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhameð spámanni og reyndi ásamt tveimur öðrum að búa til sprengju sem átti að sprengja á ótilgreindum stað í Danmörku í hefndarskyni. Meðal þeirra staða sem mennirnir vildu gjarnan sprengja voru þinghúsið, húsnæði Jótlandspóstsins og á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Leyniþjónustan komst á snoðir um fyrirætlanir þeirra og útsendari hennar náði að komast í samband við þá og blekkja þannig að hægt var að grípa inn í og handtaka mennina. Þá var Khaldhahi búinn að panta fullt af efnum til sprengjugerðar, þar á með ýmis kemísk efni, áburð og tækjabúnað til sprengjugerðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum