fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Franska lögreglan sökuð um illa meðferð á flóttabörnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 09:30

Franskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðarsamtökin Oxfam saka frönsku lögregluna um að fara illa með flóttabörn. Lögreglan er sgöð hafa vistað allt niður í 12 ára börn í fangaklefum án matar og drykkjar. Einnig er lögreglan sökuð um að hafa klippt sóla af skóm barna og stela símkortum úr farsímum þeirra og senda börnin síðan aftur ólöglega til Ítalíu.

Í skýrslu Oxfam er meðal annars sagt frá „mjög ungri“ stúlku frá Afríku sem var neydd til að ganga aftur til ítalska landamærabæjarins Ventimiglia með 40 daga gamalt barn sitt.

Ásakanir Oxfam eru byggðar á viðtölum við flóttabörn og fleiri. Oxfam og fleiri samtök stóðu að gerð skýrslunnar. Fyrir tveimur mánuðum var franska lögreglan sökuð um að hafa falsað fæðingardaga flóttabarna til að geta meðhöndlað þau sem fullorðna og sent aftur til Ítalíu. Oxfam segist ekki hafa sannanir um líkamlegt ofbeldi en mörg börn hafi sagt að þeim hafi verið hrint og/eða öskrað á þau á tungumáli sem þau skildu ekki.

Hjá Oxfam eru menn sannfærðir um að mörg flóttabörn hafi undanfarið verið send aftur til Ítalíu af frönsku lögreglunni. Samkvæmt Dublinsáttmálanum má ekki senda þau aftur til Ítalíu. Lög ESB kveða einnig á um að flóttabörn eigi að njóta verndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?