fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

11 lagðir inn á sjúkrahús með alvarlega matareitrun – Sækja þurfti móteitur í skyndi til útlanda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júní 2018 06:04

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 manns voru lagðir inn á sjúkrahús í Danmörku og Þýskalandi í gær vegna alvarlegrar matareitrunar. Fólkið var allt með einkenni sperðileitrunar, botulinism, sem er mjög hættuleg eitrun. Móteitur er til gegn þessari eitrun en ekki reyndist nægilega mikið til af því í Danmörku og var meira mótefni því sótt í skyndingu til Osló í Noregi og Lübeck í Þýskalandi.

7 voru lagðir inn á gjörgæsludeild sjúkrahússins í Sønderborg, tveir voru lagðir inn á háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum og einn var fluttur á sjúkrahúsið í Flensborg í Þýskalandi en náin samvinna er á milli sjúkrahúsanna á sunnanverðu Jótlandi og sjúkrahússins í Flensborg sem er fullkomnasta sjúkrahúsið á þessu svæði. Einn var á leið í frí þegar hann veiktist og var kominn til Kaupmannahafnar og var því lagður inn á ríkissjúkrahúsið þar í borg.

Sperðileitrun er mjög sjaldgæf, að jafnaði koma tvö slík tilfelli upp á ári í Danmörku. Yfirvöld leggja nú allt kapp á að finna uppruna sýkingarinnar en ekki er vitað hvort heimagerður matur hafi valdið henni eða aðkeyptur matur en talið er víst að fólkið hafi allt borðað saman og síðan veikst í kjölfarið.

Ekstra Bladet segir að eitrunin lamin vöðva fólks. Lítið magn er ekki hættulegt en mikið magn getur orðið fólki að bana. Hún getur lamað öndunarfærin og þá þarf að setja fólk í öndunarvél.

Móteitrið barst til Danmerkur í nótt og hófst meðferð með því strax. Móteitrið gagnast ef eitrið flæðir enn um líkamann en ef það hefur sest á vöðva er ekki margt sem hjúkrunarfólk getur gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás