fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Litlu hetjunni frá A10 var misþyrmt og líki hennar hent í skurð fyrir 30 árum – Enginn vissi hver hún var en lögreglan gafst ekki upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júní 2018 08:02

Eftirlýsing lögreglunnar frá 1987.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 1987 fannst lík lítillar stúlku í skurði við A10 hraðbrautina nærri Blois í miðhluta Frakklands. Hún var með dökkt krullað hár og dökkbrún augu. Hún var í fötum en lík hennar hafði verið vafið inn í teppi. Talið var að hún væri þriggja til fimm ára og líklegast ættuð frá Miðjarðarhafssvæðinu eða Norðurafríku. Hún var með bitför á líkamanum, mörg bein voru brotin og hún var með mörg brunasár. Allt þetta sýndi að henni hafði verið misþyrmt í langan tíma áður en hún lést.

Franska lögreglan lagði gífurlega vinnu í rannsókn þessa hryllilega máls. Upplýsingar voru sendar til lögregluyfirvalda í rúmlega 30 löndum. Lögreglumenn heimsóttu tugi þúsunda franskra skóla og ræddu við mörg þúsund lækna og dagmömmur í þeirri von að finna út hver stúlkan var. En þetta skilaði engum árangri.

Enginn tilkynnti um hvarf stúlkunnar. Stúlkan, sem fékk viðurnefnið „litla hetjan frá A10″, var á endanum jarðsett í kirkjugarðinum í Suevres Loire án þess að nafn væri sett á legsteininn. Á honum stendur „Til minningar um litlu óþekktu stúlkuna frá A10 hraðbrautinni“. Málið fjaraði síðan hægt og rólega út.

Lögreglan hætti rannsókn þess formlega 10 árum síðar, málið var skráð óupplýst og gögn málsins voru sett í geymslu.

Lögreglan gleymdi málinu ekki

2008 tókst sérfræðingum að greina DNA litlu stúlkunnar og var það í framhaldinu skráð í franska gagnagrunninn yfir DNA. En engin tenging fannst í honum.

Málið er eitt þeirra morðmála sem franska lögreglan hefur lagt mesta vinnu í að leysa.

Leiði litlu stúlkunnar.

Þrátt fyrir að málið hafi í raun verið sett til hliðar og flokkað sem óupplýst þá gleymdi lögreglan því ekki og nú, rúmum 30 árum síðar, telur lögreglan sig hafa upplýst þetta óhugnanlega mál að sögn Le Monde.

Það stefnir því í að hægt verði að setja nafn á legsteininn.

Það var 2016 sem lögreglan fékk loks upplýsingar sem komu að gagni við lausn málsins. Þá var maður handtekinn í Villers-Cotterets í norðurhluta landsins grunaður um innbrot. DNA var tekið úr manninum og sett í fyrrnefndan gagnagrunn. Þá kom fram svörun við sýnið úr litlu stúlkunni og var niðurstaðan að maðurinn væri líklegast bróðir hennar.

Lögreglan hóf þá aftur að rannsaka málið og leita að foreldrum mannsins og þar með foreldrum litlu stúlkunnar.

Ljóst var að foreldrar þeirra áttu sjö börn samkvæmt þjóðskrá en í dag eru börnin aðeins sex. Inass, sem fæddist í júlí 1983 í Marokkó, er ekki lengur til staðar.

Á fimmtudaginn voru foreldrar hennar handtekin en þau eru grunuð um að hafa beitt Inass ofbeldi og að hafa myrt hana.

Le Monde segir að lögreglan vilji lítið segja um málið en allt bendir til að sagan um „litlu hetjuna frá A10, taki brátt enda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump