fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Einhleypir eru líklegri til að fá hjartasjúkdóma en gift fólk

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem er einhleypt, skilið eða hefur misst maka sinn er í miklu meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma en þeir sem eru giftir eða í samböndum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Vísindamenn frá háskólum í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu fóru yfir niðurstöður 34 rannsókna sem voru gerðar á 52 árum. Rúmlega tvær milljónir manna á aldrinum 42 til 77 ára tóku þátt í rannsóknunum. Niðurstöðurnar sýna að þeir sem voru einhleypir, fráskildir eða höfðu misst maka sinn voru 42 prósent líklegri til að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem voru í samböndum.

Þeir voru einnig 16 prósent líklegri til að fá kransæðastíflu og 42 prósent líklegri til að deyja af völdum hennar. Þeir voru einnig 55 prósent líklegri til að fá blóðtappa. Sky skýrir frá þessu.

Chun Wai Wong, sem stýrði rannsókninni, segir að niðurstöðurnar bendi til að það hafi forvarnaráhrif gegn hjartasjúkdómum að vera í sambandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu