fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Misþyrmdu dætrum sínum árum saman – Hnefahögg og lamin með ryksuguröri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 22:30

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnefahögg og annað líkamlegt ofbeldi var hinn hrái raunveruleiki hversdagsins hjá tveimur ungum systrum á heimili þeirra á Sjálandi í Danmörku miðað við ákæru á hendur móður þeirra og sambýlismanns hennar.

Móðirin, 31 árs, og sambýlismaður hennar, 40 ára, eru ákærð fyrir að hafa nýtt sér varnarleysi stúlknanna til að beita þær ofbeldi og misþyrma þeim. Þau neita sök en ef þau verða fundin sek um ofbeldið eiga þau nokkurra mánaða fangelsi yfir höfði sér.

BT segir að samkvæmt ákærunni hafi eldri stúlkan verið lamin af móður sinni þrisvar til fjórum sinnum í mánuði þegar hún var á aldrinum þriggja til tíu ára. Yngri systir hennar var oft viðstödd ofbeldið sem fólst í hnefahöggum og að slá með flötum lófa á handleggi og fótleggi. Móðirin er einnig sögð hafa slegið hana margoft á rassinn.

Upp komst um ofbeldið í október á síðasta ári eftir að móðirin hafði lamið dóttur sína á lærið með ryksuguröri auk þess sem hún sló hana í upphandlegg með krepptum hnefa. Áverkar voru á stúlkunni eftir þetta og varð það til að starfsfólk skóla gerði barnaverndaryfirvöldum viðvart.

Móðirin er einnig ákærð fyrir að hafa beitt yngri dóttur sína svipuðu ofbeldi í þrjú ár.

Sambýlismaður hennar er ákærður fyrir að beitt eldri dótturina ofbeldi í eitt ár og að hafa nýtt sér varnarleysi hennar til að lemja hana ítrekað.

Í kjölfar afskipta barnaverndaryfirvalda af fjölskyldunni var móðurinni og stúlkunum komið fyrir í athvarfi. En það stöðvaði ekki móðurina sem réðst á eldri dóttur sína á aðfangadagskvöld og kastaði henni af öllu afli á vegg.

Réttarhöld í málinu hefjast í Næstved í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða