fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Óvenjuleg mótmæli i Marokkó geta velt ríkisstjórninni – Neytendur sniðganga vörur stórra fyrirtækja í pólitískum tilgangi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 18:30

Frá Marokkó. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um átta vikum hófst mótmælaalda gegn stjórnvöldum í Marokkó. Þessi mótmæli eru að mörgu leyti mjög óvenjuleg því þau felast í því að neytendur sniðganga vörur frá þremur stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta hefur þróast yfir í mótmælahreyfingu sem krefst félagslegs réttlætis og mikilla breytinga á lífskjörum mið- og lágstéttanna sem eiga á brattann að sækja.

Sniðgöngunni er beint gegn Sidi Ali, sem selur vatn og er í eigu Meriem Bensaleh, Centrale Danone, sem selur mjólkurvörur og er í eigu franska mjólkurrisans Danone, og Afriquia, sem er keðja bensínstöðva í eigu Aziz Akhanouch sem er ríkasti maður Marokkó. Akhanouch er auk þess landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og náinn vinur Mohammed VI konungs. Margir telja hann vera sjálfan holdgerving hinnar pólitísku og efnahagslegu elítu sem beri ábyrgð á síhækkandi verðlagi í landinu.

Samfélagsmiðlar hafa verið notaðir til að hrinda sniðgöngunni af stað en markmiðið er sagt vera „að sameina almenning og tala einni röddu gegn háu verðlagi, fátækt, atvinnuleysi, óréttlæti, spillingu og einræði“.

Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar dagblaðsins L‘Economiste styðja 42 prósent landsmanna sniðgönguna og kröfur mótmælenda. Þetta kemur í ofanálag við sívaxandi leiða á stjórnmálamönnum. Flest stórfyrirtæki landsins eru í eigu stjórnmálamanna sem hafa að margra mati misst allan trúverðugleika. Um leið og þeir séu kosnir á þing sogist þeir inn í elítuna og standi aðeins vörð um eigin hagsmuni.

Sniðgangan virkar

Í síðustu viku tilkynnti Centrale Danone að frá því að sniðgangan hófst þann 20. apríl hafi salan dregist saman um helming. Fyrirtækið hefur sagt 1.000 starfsmönnum upp vegna þessa. Í allt hefur sniðgangan áhrif á 470.000 starfsmenn í mjólkuriðnaðinum og 120.000 bændur. Starfsmenn mjólkurbúa efndu til mótmæla í síðustu viku og kröfðust félagslegs réttlætis en mótmæltu jafnframt að sniðgangan komi illa við þá.

Ekki er vitað hver stendur á bak við sniðgönguna en grunur leikur á að Abdelilah Benkirane, leiðtogi flokks íslamista PJD, standi á bak við hana. „Vefher“ flokksins er mjög iðinn og hefur náð góðum árangri í að stýra skoðanamyndun í landinu með aðstoð samfélagsmiðla.

Konungur landsins er sá sem stýrir flestu í raun og veru og hann hefur ekki verið í Marokkó nema í 20 daga síðan í byrjun febrúar. Hann hefur leitað sér lækninga í Frakklandi og dvalið þar megnið af tímanum. Á samfélagsmiðlum hefur hann verið gagnrýndur fyrir að velja franska lækna frekar en landa sína og fyrir að dvelja í Frakklandi á kostnað skattgreiðenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf