fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Rapparinn XXXTentacion skotinn til bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 04:25

XXXTentacion.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rapparinn XXXTentacion var skotinn til bana síðdegis í gær í Flórída. Lögreglustjóraembættið í Boward County staðfesti þetta á Twitter og segir að kennsl hafi verið borin á fórnarlamb skotárásar í Deerfield Beach. Þar hafi Jahseh Onfroy, betur þekktur sem XXXTentacion, verið myrtur. Hann var tvítugur að aldri.

Hann var staddur í Deerfield Beach til að skoða mótorhjól. Þegar hann gekk að bíl sínum gengu tveir vopnaðir menn að honum. Að minnsta kosti annar þeirra skaut á XXXTentacion. Árásarmennirnir óku síðan á brott í svörtum jeppa.

TMZ segir að lögreglan hafi lýst eftir tveimur svörtum mönnum í tengslum við rannsókn málsins. Lögreglan telur líklegt að hér hafi verið um rán að ræða sem fór úrskeiðis.

XXXTentacion sló í gegn með laginu „Look at me!“ og síðasta plata hans náði á topp Billboard 200 listans.

Hluti af skýrslu lögreglunnar um málið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?