fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þrír skotnir til bana í Malmö og fjórir særðir – „Aftaka”

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 04:11

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn, 18 og 29 ára, voru skotnir til bana í Malmö í Svíþjóð á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni bárust tilkynningar um skothríð við internetkaffihús við Drottninggatan í miðborginni klukkan 20.13. Fjórir til viðbótar særðust. Lögreglan hefur ekki skýrt frá alvarleika áverkanna sem þeir hlutu.

Lögreglan kom fljótt á staðinn enda er lögreglustöð skammt frá. Þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Vitni sáu dökkum bíl ekið mjög greitt á brott. Önnur vitni segja að bílnum hafi verið lagt fyrir utan kaffihúsið og þegar hópur manna gekk þaðan út hafi maður stigið út úr bílnum og skotið á þá.

Sænskir fjölmiðlar segja að mörgum skotum hafi verið skotið og hafi virst sem sjálfvirkt skotvopn hafi verið notað við ódæðisverkið.

Expressen hefur eftir Jonatan Burhoff, sem býr nærri kaffihúsinu, að hinir særðu hafi verið settir inn í tvo einkabíla og sjúkrabíla og fluttir á brott.

”Þetta líktist aftöku, þeir slepptu aldrei gikknum.”

Sagði hann.

Lögreglan segir að ekki hafi verið um hryðjuverk að ræða. Að öllum líkindum á árásin rætur að rekja til átaka glæpagengja í borginni en mörg morð og sprengjutilræði hafa verið gerð í borginni undanfarna mánuði.

Lögreglan hefur litlar upplýsingar í málinu og hefur biðlað til almennings og hvetur fólk til að gefa sig fram ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið.

Uppfært klukkan 07:00

Sænska lögreglan upplýsti fyrir stundu að þriðji maðurinn, um tvítugt, hafi látist í nótt af völdum sára sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt