fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Lokaskrefið stigið í lögleiðingu kannabisefna í Kanada

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 03:30

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöldi að heimila sölu og neyslu kannabisefna. Lögin taka gildi í september og þá munu Kanadamenn geta keypt sér kannabis og notað það án þess að eiga refsingu yfir höfði sér. 52 þingmenn studdu frumvarpið en 29 voru á móti.

Varsla og neysla kannabis hefur verið ólögleg í Kanada síðan 1923 en heimilt hefur verið að nota efnið í lækningaskyni síðan 2001.

Ekki eru allir sáttir við nýju lögin og hafa þingmenn íhaldsmanna og ýmsir hópar frumbyggja lýst yfir áhyggjum af því.

Talið er að Kanadamenn hafi eytt um 6 milljörðum Kanadadala í kannabis árið 2015 eða álíka miklu og þeir eyddu í áfengi.

Samkvæmt lögunum getur fólk keypt kannabis og kannabisolíu frá viðurkenndum framleiðendum. Söluaðilar þurfa sérstakt leyfi til að selja kannabis. Einnig verður hægt að panta efnin á netinu. Fullorðnir mega vera með allt að 30 grömm af kannabis á sér á almannafæri. Matvæli, sem innihalda kannabis, verða ekki leyfð fyrr en á næsta ári til að yfirvöld geti undirbúið lagaumgjörð vegna þeirra.

Lágmarksaldur til að kaupa og nota kannabis verður 18 ár en sum fylki munu þó miða við 19 ár. Fylkin munu fara með stjórn á hvernig kannabis verður selt og hvar má reykja það og ýmsu öðru er varðar sölu og neyslu efnisins. Alríkisstjórnin hefur sett almennar reglur um hvernig á að pakka efninu, merkingar og ýmislegt er varðar sölu þess og auglýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?