fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 20:30

Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vélmennið, eða Marsbíllinn, Curiosity hefur verið í sannkölluðum stormi síðustu daga en mikill sandstormur geisar nú á Mars þar sem Curiosity er við störf. Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að þetta sé einn öflugasti stormurinn sem geisað hefur á Mars síðan við jarðarbúar fórum að fylgjast með þessum nágranna okkar.

Í miðju óveðrinu var Curiosity látinn taka þessa fínu sjálfsmynd sem prýðir þessar grein. Myndavélaarmur vélmennisins, Mars Hand Lens Imager, var notaður til verksins en þetta er líklegast dýrasta „sjálfustöng“ heims.

Ef vel er að gáð sést hola í steini við hlið Curiosity en vélmennið gerði hana en það er notað við ýmsar rannsóknir á Mars. Ekki er langt síðan að tilkynnt var að Curiosity hefði fundið ummerki um lífrænar sameindir á Mars.

Sandstormurinn er gríðarlega stór og hylur stóran hluta af Mars. Starfsbróðir Curiosity, Opportunity, er staddur hinum megin á Mars en þar er stormurinn enn öflugri og skyggir algjörlega á sólina og birtuna frá henni. Það er óhentugt fyrir Opportunity sem er knúin með sólarorku. Vélmennið er því í dvala og óvíst er hvort samband næst aftur við það þegar storminum slotar. Curiosity er hins vegar kjarnorkuknúinn og því er hann starfhæfur sem fyrr.

NASA nýtir tækifærið til að rannsaka sandstorminn og upptök hann og hvernig hann breiðist úr og herjar á Mars. Síðast geisaði svipaður stormur á Mars 2007 en þá voru hvorki Curiosity eða Opportunity þar til að fylgjast með og afla gagna. Auk þeirra er þrír gervihnettir á braut um Mars og safna stöðugt upplýsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“