fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Þrumuveðursaðgerðin bar góðan árangur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 06:34

Afrakstur aðgerðanna. Mynd/Interpol

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerð, sem nefndist Aðgerð þrumuveður, fór fram á vegum alþjóðalögreglunnar Interpol um allan heim í maí. Aðgerðin beindist gegn þeim sem stunda ólögleg viðskipti með dýr, kjöt, fílabein og timbur. Fjölmargir voru handteknir í aðgerðinni og hald var lagt á fjölda lifandi og dauðra dýra auk margra tonna af kjöti og timbri.

Lögreglan í 92 löndum tók þátt í aðgerðinni. Kennsl voru borin á 1.400 manns, sem eru grunaðir um ólögleg viðskipti með villt dýr, dýrahræ og timbur.

Meðal þess sem var haldlagt voru 27.000 skriðdýr, þar af 900 krókódílar, rúmlega 9.000 skjaldbökur og 10.000 slöngur. Auk þess var lagt hald á tæplega 4.000 fugla, til dæmis páfagauka, uglur, pelikana og strúta. 48 apar voru teknir í vörslu lögreglunnar, 14 kattardýr á borð við ljón og tígrisdýr. Þá fundust hræ sjö bjarndýra, þar á meðal tveggja ísbjarna.

Afrakstur aðgerðanna. Mynd/Interpol

 

 

 

 

 

 

Hald var lagt á 43 tonn af kjöti af ýmsum dýrum, til dæmis björnum, fílum, krókódílum, hvölum og sebrahestum. 1,3 tonn af fílabeini fundust og mörg tonn af timbri. Verðmætið hleypur á milljónum dollara.

Náttúruverndarsamtökin WWF telja að ólögleg viðskipti með dýr séu fjórða stærsta skipulagða glæpastarfsemin í heiminum og velti milljörðum dollara árlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni