fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fíkniefnamál – Fólk í vímu – Síma rænt af manni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júní 2018 06:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 4 í nótt tilkynnti maður lögreglunni að menn hafi rænt síma af honum þar sem hann var staddur við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Hann sagði mennina hafa haft í hótunum við sig. Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um mann sem hefði slasast við að klifra yfir girðingu í Laugardal. Þegar lögreglan kom á vettvang virtist lítið annað ama að manninum en ölvun og dólgsháttur. Hann og vinur hans voru handteknir og fluttir á lögreglustöð.

Klukkan 17 í gær var maður handtekinn í Laugardal en hann er grunaður um vörslu/sölu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu, yfirheyrður og síðan sleppt. Frá klukkan 00.43 til 02.48 voru höfð afskipti af þremur mönnum í Laugardal en þeir eru allir grunaðir um vörslu fíkniefna. Klukkan 01.45 voru höfð afskipti af fólki í húsi við Norðurmýri vegna ágreinings. Á vettvangi fundust ætluð fíkniefni.

Klukkan 19 í gær var maður í annarlegu ástandi handtekinn við Gnoðarvog. Hann var vistaður í fangageymslu. Á öðrum tímanum í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturborginni. Hann hafði verið með mikinn hávaða og valdið íbúum ónæði. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra voru einnig að aka þrátt fyrir að hafa verið sviptir ökuréttindum og var ekki um fyrsta brot að ræða.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt