fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Kúvending í málefnum innflytjenda – Bandaríkin hætta að kæra ólöglega innflytjendur með börn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júní 2018 08:39

Úr flóttamannamiðstöð á vegum bandaríska innflytjendaeftirlitsins. Mynd:Bandaríska landamæralögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn undirritaði Donald Trump forsetatilskipun um að hætt verði að aðskilja börn og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna en þær aðgerðir höfðu sætt mikilli gagnrýni og fordæmingu innanlands sem utan. Í gær var svo enn bakkað í málefnum innflytjenda þegar tilkynnt var að hætt verið að kæra alla þá ólöglegu innflytjendur sem koma með börn til landsins. Fram að þessu hafa foreldrarnir kerfisbundið verið kærðir fyrir brot gegn bandarískum lögum.

Washington Post skýrir frá þessu. Eftir að Trump hafði skrifað undir forsetatilskipunina sagði hann að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að kæra alla ólöglega innflytjendur sem koma til Bandaríkjanna fyrir brot á bandarískum lögum en hér eftir myndu fjölskyldur að vera saman í flóttamannamiðstöðvum. í gær sagði hann að ef eitthvað yrði gefið eftir í þessu þá myndu „allir koma hingað með lítil viðhengi sín og áhlaup af áður óþekktri stærðargráðu yrði gert á landið“.

En samt sem áður fengu landamæraverðir þau fyrirmæli í gær að hætta senda foreldra, sem koma með börn yfir landamærin, fyrir dómara. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á húsnæðisrými til að vista fjölskyldur saman. Heimildarmaður Washington Post sagði að þessu yrði hætt þar til búið væri að koma upp aðstöðu til að vista fólkið. Hann sagði þetta hafa verið ákveðið af heimavarnarráðuneytinu.

Talskona dómsmálaráðuneytisins þvertók þó fyrir að einhver breyting hefði verið gerð og að áfram verði allir kærðir sem koma ólöglega til landsins.

Þetta sýnir kannski vel þá ringulreið sem ríkir í landamæraeftirlitinu á landamærunum að Mexíkó vegna nýrrar stefnu ríkisstjórnarinnar og afturköllunar á hluta hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?